Skólamötuneyti

Metnaðarfull skólamötuneyti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur samþykkt samræmda stefnu um skólamötuneyti leik- og grunnskóla í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. 

Í Mosfellsbæ er lögð áhersla á að í skólamötuneytum bæjarins njóti skólabörn fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni, að matvælin séu rík af næringarefnum, fersk og að þau séu í háum gæðaflokki. Lögð er áhersla á að farið sé eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir.

Stefnunni skal náð með eftirfarandi leiðum:

Hádegisverður í skólamötuneytum bæjarins er þannig samsettur að einn þriðjungur af disknum er grænmeti og/eða ávextir, annar þriðjungur kolvetnarík matvæli, helst gróft og trefjaríkt kornmeti eða kartöflur og þriðji þriðjungurinn próteinrík matvæli, svo sem fiskur, kjöt, egg, baunir eða mjólkurvörur.

Matseðlar eru gerðir fyrir sex vikur í senn. Þeir birtast á heimasíðum skólanna og eiga að vera mjög lýsandi fyrir samsetningu og innhald hvers hádegisverðar.

Leik- og grunnskólar hafa sömu samsetningu og sömu uppbyggingu matseðla til að einfalda fjölskyldum að samræma sínar máltíðir við máltíðir skólanna.

Starfsfólk í skólamötuneytum Mosfellbæjar verði ávallt vel upplýst  um mikilvægi fjölbreyttar fæðu, um ferskleika og gæði matvæla.

Við innkaup á matvælum verði ávalt leitast við að kaupa matvæli sem eru fersk og í háum gæðaflokki og með hagkvæmni í innkaupum að leiðarljósi í samræmi innkaupastefnu bæjarins á hverjum tíma.

Hægt er að nálgast gjaldskrá mötuneyta grunnskólanna með því að fylgja hlekk hér að neðan:

Gjaldskrá mötuneyta grunnskólanna

Samræmda stefnu skólamötuneyta má skoða hér að neðan: