Lágafellsdeild

Á undanförnum árum hafa verið miklar framfarir í kennsluháttum í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Í haust var opnuð leikskóladeild við skólann ætluð elstu nemendum leikskólans. Leikskóladeildin er alfarið á forræði skólans en starfar á forsendum leikskólans og með aðalnámskrá leikskóla að leiðarljósi.

Markmið slíkrar deildar innan grunnskólans er einkum liður í að brúa bilið á milli skólastiga. Þegar hönnun þriðja áfanga skólahúsnæðisins fór af stað var tillit tekið til þess að í húsnæðinu yrðu nemendur frá 5 ára aldri. Húsnæðið rúmar leikskóladeildina, 1. bekk, 2. bekk og frístundaskóla sem einnig er á forræði skólans.

Lágafellsskóli starfar eftir kenningu Howard Gardner um fjölgreindirnar þar sem lögð er áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að nýta styrkleika sinn eftir áhuga og styrk. Skólinn leggur mikla áherslu á list- og verkgreinar í öllu sínu starfi.