Myndlist

MyndlistarnámMyndlistarskóli Mosfellsbæjar

Aðsetur:         Álafossvegur 23, 270 Mosfellsbær

Símar:            5668710
Skólastjóri:    Ásdís Sigurþórsdóttir
Netfang:         myndmos[hja]heimsnet.is

Veffang:         www.myndmos.is

Myndlistarskólinn er til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos.

Myndlistarskóli Mosfellsbæjar er með myndlistarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna og  skiptist skólaárið í tvö sjálfstæð misseri. Starfstími skólans fylgir skólastarfi grunnskólanna. Haustönn hefst að jafnaði um miðjan september og lýkur um miðjan janúar. Vorönn hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í byrjun maí. 

Kennd eru undirstöðuatriði teiknunar, mótunar og málunar  og þess gætt að verkefnin séu fjölbreytt, hvað varðar efni og innihald og verkefnin hæfi aldri og þroska nemendanna.

Skólinn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga að loknu skólaári grunnskólanna og ávallt er leitast við skólann starfi fagfólk með þekkingu og reynslu á sviði myndlistar og barnastarfs.

Myndlistarskólinn vinnur árlega að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar.