Lýðheilsa

Mosfellsbær tók höndum saman við Lýðheilsustöð vorið 2005 og gerðist þátttakandi í verkefninu ,,Allt hefur áhrif, einkum við sjálf“ sem er samvinnuverkefni milli 25 sveitarfélaga á landinu og Lýðheilsustöðvar.

Markmið verkefnisins var að "stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna, ungs fólks og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði"

Stofnaður var stýrihópur sem meðal annars mótaði stefnu sveitarfélagsins varðandi lífshætti barna og fullorðinna með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. 

Hvers vegna Lýðheilsa?

Tilgangurinn með verkefninu er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna, ungs fólks og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. Leitast er við að auka þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif. Stuðla að bættri aðstöðu og umhverfi með tilliti til hreyfingar og mataræðis í sveitarfélaginu. Þannig er með verkefninu leitast við að tryggja heilsu eflandi umhverfi.

Heilsueflandi umhverfi er skilgreint í þessu samhengi sem:

 "ferli sem býr börn og unglinga undir að hafa betri stjórn og getu til að bæta eigið heilbrigði"