Allt hefur áhrif

Allt hefur áhrif - einkum við sjálf

Mosfellsbær var fyrst sveitarfélaga til að samþykkja aðgerðaráætlun verkefnisins „Allt hefur áhrif einkum við sjálf“. Verkefnið er þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar og er unnið í samvinnu við 25 sveitarfélög í landinu.

Markmiðið með verkefninu er að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu.

Stofnaður var stýrihópur í Mosfellsbæ árið 2005 sem hefur verið að vinna að markmiðssetningu og aðgerðaráætlun vegna verkefnisins í Mosfellsbæ til næstu tveggja ára.  Áætlað er að verkefnið verði í gangi á landsvísu til 2010. 

Bæjarstjórn samþykkti aðgerðaráætlunina á fundi sínum þann 1. nóvember 2006. 

Aðgerðaráætlunina í heild má skoða sem pdf skjal hér að neðan.

Allt hefur áhrif (.pdf - 94kb)