Framhaldsskóli

Bruarland1Samkomulag um stofnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var undirritað 19. febrúar 2008 af menntamálaráðherra og bæjarstjóranum í Mosfellsbæ, þar sem gert er ráð fyrir að skólinn hefji starfsemi haustið 2009. Í samkomulaginu kemur fram að aðilar séu sammála um að byggja nýjan skóla og að í fyrsta áfanga verði gert ráð fyrir allt að 4.000 m2 byggingu sem rúmi 4-500 nemendur. Við hönnun hússins og undirbúning skólastarfs skal lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Jafnframt verði við ákvörðun lóðarstærðar gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni.

Stefna skólans gerir ráð fyrir því að kennsluhættir einkennist af því að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram verða notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í. Gert er ráð fyrir að skólabyggingin verði tilbúin haustið 2011, en að skólinn verður starfræktur fyrstu tvö árin í Brúarlandi, elsta skólahúsi Mosfellsbæjar.

 

Ný skólabygging
Áætlanir um nýja 4000 m2 skólabyggingu fyrir Framhaldsskólann í Mosfellsbæ gera ráð fyrir að hún rísi í nýjum miðbæ Mosfellsbæjar á næstu tveimur árum. Sjá mynd af vinningstillögu:

Vinningstillaga-2