ÍTOM

Íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar ÍTOM
Fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára (1 - 6. bekkur)

 Meginmarkmið:
Að starfa í samstarfi við grunnskóla bæjarins í anda heildstæðrar skólastefnu og að auka þátttöku barna í heilbrigðu íþrótta-og tómstundastarfi.

Markmið:
Markmið skólans er að bjóða upp á fjölbreytt íþrótta-og tómstundastarf, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og að börnin kynnist þannig öllum íþróttagreinum og því frjálsa tómstundastarfi sem í boði er í bæjarfélaginu. Það hefur lykilþýðingu fyrir einstaklinginn í framtíðinni að hafa kynnast mörgum þáttum íþrótta og tómstunda. Hann öðlast aukið sjálftraust, betri grunnþjálfun, er jákvæðari og heilbrigðari. Einnig auðveldar þetta barninu að velja sér þá íþróttagrein eða tómstund sem því hentar best og það vill leggja rækt við í framtíðinni.

Skólinn er starfræktur í anda stefnuyfirlýsingar ÍSÍ sem að stuttu máli byggist á:

  • fjölþættum æfingum sem bæta hreyfiþroska (íþróttaskólar í stað sérgreinaæfinga)
  • leikrænum og skemmtilegum æfingum
  • allir eru með, óháð þroska og getu
  • kynna sem flestar íþróttagreinar
  • rík áhersla lögð á uppeldisgildi íþrótta

Að eiga góða frístund er lífstíll 

Skráning og/eða upplýsingar um ÍTOM eru veittar í símum 566 6754 og 566 6254 og í Íþróttamiðstöðinni.

Nefndir:
Íþrótta og tómstundanefnd fer með málefni ÍTOM í umboði bæjarstjórnar