Skólastefna 2002

Úr skólastefnunni:

"Með heildstæðri skólastefnu Mosfellsbæjar skapar sveitarfélagið leiðir til að koma til móts við daglegt líf barna og ungmenna. (...) Sveitarfélagið gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að tryggja börnum heildstæða umgjörð um skóladaginn. (...)

Daglegt starf barna í Mosfellsbæ felur ekki eingöngu í sér leik og störf í leik- og grunnskólum. Til boða stendur listnám af ýmsum toga auk tómstunda og íþrótta svo eitthvað sé nefnt. Þetta starf á drjúgan þátt í að móta og þroska einstaklinginn. Í heildstæðri skólastefnu setur sveitarfélagið sér það markmið að samhæfa krafta þessara stofnana og félagasamtaka til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þannig að skóladagurinn verði sem samfelldastur, nýtist best fyrir börnin og skapi fjölskyldum rými og tækifæri til góðra uppvaxtarskilyrða.

Aðbúnaður á vinnustað barna og unglinga þarf að vera til jafns við það sem telst best á vinnustöðum fullorðinna. Með aukinni viðveru er mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á hollan og næringarríkan mat fyrir þá sem það kjósa. "

Skólastefna Mosfellsbæjar: