Skólaþing 2009

Frábær þátttaka á Skólaþingi

 
Á annað hundrað þátttakendur mættu á Skólaþing Mosfellsbæjar sem haldið var á laugardaginn 16.maí 2009.
Markmiðið með Skólaþinginu var að sækja hugmyndir og skoðanir til íbúa Mosfellsbæjar sem og fagfólks á sviði skólamála.  Um 25 börn og ungmenni á aldrinum 10-16 ára lögðu sitt af mörkum á Skólaþinginu og komu með fjölda góðra hugmynda um hvernig gera megi góða skóla í Mosfellsbæ enn betri.  

Foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir um framtíð skólamála í Mosfellsbæ mættu og tóku þátt í hugmyndavinnu og umræðum sem voru frjóar og árangursríkar.

 
Stefnt er að því að endurskoða skólastefnu Mosfellsbæjar á næstu mánuðum og er Skólaþingið upphafið að þeirri vinnu. Afrakstur þingsins verður nýttur til vinnu við endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar og er öllum velkomið að taka þátt í þeirri vinnu, jafnt þeir sem tóku þátt í skólaþinginu sem og öðrum sem af einhverjum ástæðum var ekki fært að mæta á Skólaþingið.


Hér má sjá dagskrá Skólaþingsins Dagskrá....