Auglýsing

Skólaþing í Mosfellsbæ.

Laugardaginn 16.maí næstkomandi stendur fræðslunefnd Mosfellsbæjar fyrir opnu skólaþingi fyrir íbúa, nemendur, foreldra, fagfólk og aðra áhugasama um starfsemi leik- grunn og listaskóla Mosfellsbæjar.  Skólaþing er kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri og vera virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar skólastarfs í Mosfellsbæ. Niðurstöður skólaþings verða nýttar til endurskoðunar á Skólastefnu Mosfellsbæjar.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að ná til allra barna í sveitafélaginu og hafa ma leikskólar og yngstu deildir grunnskólana verið að vinna að þeirra sýn á skóla og skólasamfélagið. Afrakstur þeirrar vinnu verður til sýnis á þinginu.

Skólaþingið fer fram í Lágafellsskóla og hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 12. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti gestum og barnakór Reykjakots syngur í lok þings.

Sjá auglýsingu.....

Allir velkomnir, nemendur (5-10.bekkur), starfsmenn, foreldrar og aðrir áhugasamir. Boðið verður upp á morgunhressingu kl. 8.30-9.00

Barnagæsla verður í boði fyrir yngstu bæjarbúana