Barnagolfnámskeið - Golfklúbburin GOB

Barnagolfnámskeið GOB

Í sumar mun golfklúbbur Bakkakots bjóða uppá golfnámskeið fyrir börn fædd 2003 til 2006.

Kennsla hefst mánudaginn 10. júní. 
Kennt er fimm daga vikunnar, mánudag – föstudags.
Mæting er hjá klúbbhúsi Bakkakots kl 08:30 og stendur námskeiðið til 12:00.

Markmið;
Að nemendur læri og njóti þess að spila og æfa golf í skemmtilegu umhverfi.
Að nemendur kunni helstu grunnatriði íþróttarinnar.
Að nemendur læri stutta-spilið, putt og vipp og leiki sem þau geta notað þegar þau æfa stutta-spilið.
Að nemendur læri muninn á kylfunum og hvernig sé hægt að nota þær í hinum ýmsu höggum.
Að nemendur læri hvernig bera eigi sig að þegar út á völl er komið.

Golfkennarinn.
Gunnlaugur Elsuson sér um kennsluna. Hann er menntaður íþróttafræðingur og PGA golfkennari til 12 ára. Ásamt Gunnlaugi mun einn vanur kylfingur aðstoða hann á námskeiðunum.
Gunnlaugur hefur áralanga og sérhæfða reynslu af barna- og unglingakennslu

Matur
Æskilegt er að iðkendur komi með smá nesti með sér.

Fatnaður
Vera klædd eftir veðri.
 

Tímabil.
10. júní - 14. júní,
18. júní - 21. júní (4 dagar)* 
24. júní  - 28 júní,
1. júlí - 5. júlí,
8. júlí - 12. júlí,
15. júlí - 19. júlí,
22. júlí  –  26. júlí.
29. júlí - 2. ágúst,  (4 dagar)*
6. ágúst - 9.  ágúst,
12. ágúst - 16.ágúst.

Verðskrá; 
10.000 krónur fyrir vikuna.
18.000 krónur fyrir 2 vikur.
32.000 krónur fyrir 4 vikur.
42.000 krónur fyrir 6 vikur.
48.000 krónur fyrir 8 vikur.

*8.000 krónur fyrir þau námskeið þar sem eingöngi kennt í fjóra daga.

Hægt er greiða með því að leggja inná reikningsnúmer

Progressum slf.
0101  26  010896  571212-2420.
(Setja fullt nafn iðkanda í skýringu)
systkinaafsláttur er 15%.

Allar nánari upplýsingar er í síma 8968789.
Skráning á  gulligolf@gob.is