Drekaævintýri Taekwondo deildar UMFA

Taekwondodeild

Drekaævintýri Taekwondo deildar UMFA 2013

Í sumar mun taekwondo deild Aftureldingar standa fyrir ævintýranámskeiði fyrir börn á öllum aldri, líkt og undanfarin sumur.  Námskeiðið er ekki eingöngu sniðið að núverandi iðkendum heldur fyrir alla sem hafa gaman af útiveru, góðum félagsskap og ævintýrum.  Farið verður m.a. í fjallgöngur, hjólreiðatúra, ratleiki, taekwondo (að sjálfsögðu), sjálfsvörn og sund, svo eitthvað sé nefnt.  Gestakennarar munu líka kíkja í heimsókn með skemmtilegar uppákomur.

Líkt og áður munu verða haldin tvö námskeið og þeim iðkendum sem sækja bæði námskeiðin stendur til boða að fara í beltapróf í haust.*  

Námskeiðið verður fyrir krakka á aldrinum 5-12 ára.

Fyrra námskeiðið er 18. - 28. júní og síðara námsekiðið verður frá 6. - 16. ágúst, og verður hægt að velja um að vera eina viku eða báðar í hvoru námskeiði fyrir sig.  Verð fyrir eina viku er 7.000 krónur og fyrir tvær vikur er verðið 13.000 krónur.

Námskeiðið verður frá 9-12 þessa auglýstu daga.

* Beltapróf verður í boði fyrir þá sem sækja bæði námskeiðin, en einungis til að taka 10. eða 9. geup.

Skráning fer fram á taekwondo@afturelding.is og athugið að undanfarin ár hafa færri komist að en vildu.

tkd.sumarnámskeið 2011tkd.sumarnamskeið 2011

Drekaævintýri Taekwondo deildar UMFA

 

Um ævintýrið.

Í sumar mun Taekwondo deildin standa fyrir ævintýranámskeiði fyrir börn á öllum aldri. Námskeiðið í fyrra fylltist í bæði skiptin og komust færri að en vildu. Námskeiðið er ekki eingöngu sniðið að núverandi iðkendum heldur fyrir alla þá sem hafa gaman af útiveru, góðum félagsskap, ævintýrum og bardagalistum. Farið verður í fjallgöngur, hjólreiðatúra, ratleiki, Taekwondo tækni, sjálfsvörn og sund svo eitthvað sé nefnt. Gestakennarar úr öðrum bardagalistum munu einni koma í heimsókn og í lok námskeiðsins verður svo haldið beltapróf fyrir þá sem forskrá sig í deildina á haustönn.

 

Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu við Varmá frá 9-12 og er hópnum skipt í tvennt eftir aldri. Fjöldi þjálfara sjá um námskeiðið og því fjölbreyttar áherslur hverju sinni. Farið verður í grunntækni í Taekwondo, útileiki, hjólreiðatúra, sund og gönguferðir í náttúrunni í kring. Ævintýrið er tilvalið fyrir krakka á öllum aldri og tekið mið af því hvort þau séu að mæta í fyrsta skipti eða séu skráðir iðkendur í Taekwondo deild Aftureldingar. Reynt verður að halda námskeiðið utandyra eins mikið og kostur er en annars í íþróttasal í íþróttahúsinu við Varmá. 

 

Tímabil og verð 

Boðið verður upp á drekaævintýrið tvisvar sinnum yfir sumarið. Það stendur yfir í tvær vikur og verður boðið upp á beltapróf í lok seinna námskeiðsins fyrir iðkendur sem skrá sig á bæði námskeiðin.

 

Fyrra námskeiðið er frá 18. júní- 29. júní og seinna námskeiðið frá 7. - 17. ágúst og mæting klukkan 9:00 alla virka daga.

 

1 vika = 6.000 kr. 2 vikur = 12.000 kr. 

 

Skráning fer fram á afturelding@tki.is og frekari upplýsingar um námskeiðið fást á http://www.afturelding.is

Athugið að Drekabolur fylgir hverri skráningu.