Fimleikar og fjör

fimleikar1

Fimleikar og fjör í sumar

Fimleikadeildin heldur grunnnámskeið fyrir
byrjendur og lengra komna í sumar. Markmiðið er
að í gegnum leiki og skemmtun læri börnin léttar
fimleikaæfingar og skemmti sér í leiðinni með
frábæra hreyfingu að leiðarljósi. Aðalárherslan er
lögð á grunntækni í fimleikum og leiki en
námskeiðið er einnig gott tækifæri fyrir börn til
þess að kynnast fimleikum í fyrsta sinn og geta
síðan haldið áfram með haustinu. Námskeiðið er
ætlað börnum á aldrinum 6-10 ára.

6.-10. júní kr. 6.500 frá kl. 8-12
14.-16. júní kr. 3.900 frá kl. 8-12
20.-24. júní kr. 6.500 frá kl. 8-12
27. júní - 1. júlí 6.500 frá kl. 8-12

 


Skráningar á
fimleikar@afturelding.is