Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbburinn KjölurGolfklúbburinn Kjölur

Golfnámskeið GKJ árið 2013.

Í sumar mun Golfklúbburinn Kjölur halda golfnámskeið fyrir börn og unglinga. Undanfarin sumur hafa námskeiðin verið mjög vinsæl og margir af okkar bestu kylfingum stigið sín fyrstu skref í íþróttinni á þessum námskeiðum.  Á námskeiðunum er farið yfir grunnatriði golfsveiflunnar og þá þætti sem ber að huga að þegar leikið er golf. Kennslan á námskeiðunum er sett upp á léttan og skemmtilegan hátt með leikjum og keppni þar sem aðalmarkmiðið er að krakkarnir upplifi íþróttina á jákvæðan og skemmtilegan hátt. 


Golfnámskeið barna  verða haldin í  sumar og verða sem hér segir:
10.-13. júní, námskeið 1, mánud - fimmtud
18.-20. júní, námskeið 2, þriðjud - fimmtud
24.-26. júní, námskeið 3, mánud – miðvikud (styttra vegna unglingamóts GSÍ)
08.-11. júlí, námskeið 4, mánud – fimmtud
15.-18. júlí, námskeið 5, mánud – fimmtud
29. – 1. ágúst, námskeið 6, mánud – fimmtud

Leiðbeinendur á námskeiðunum verða Theodór Emil Karlsson og Heiða Guðnadóttir og þeim til aðstoðar verður Gísli Ólafsson.

Námskeiðin verða með svipuðum hætti og í fyrra og aldurskipt þannig að fyrir hádegi kl. 9-12 verða 6-9 ára og eftir hádegi 13-15 verða 10 ára og eldri.  Þá verður haldið eitt námskeið sér fyrir stúlkur og verður það auglýst sérstaklega. 
Þá eru hugmyndir að hafa nestispakka innifalið í námskeiðinu.  Verð á náskeiðunum auglýst þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar verða í síma 5667415 eftir 15. maí og á www.gkj.is