Knattspyrnuskóli Aftureldingar

fótbolti Knattspyrnuskólinn 2013 er fyrir hressa krakka fædd 1999-2006.

Knattspyrnuskólinn er haldinn á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar.  Meginmarkmið skólans er að skapa börnum möguleika á að læra undirstöðuatriði fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi.  Aðaláherslan var lögð á grunntækni í knattspyrnu.   Æfingarnar komu ekki í stað æfinga 4., 5. og 6. og 7.flokks, heldur eru þær viðbót fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á knattspyrnu og vilja bæta við sig æfingum til viðbótar þeim sem fram fara í hverjum flokki. Einnig er þetta vettvangur fyrir nýja iðkendur að kynnast grunnatriðum í knattspyrnu.Námskeiðin verða 7 og verða á eftirfarandi tímum:

6.-8.júní  Liverpool skólinn                                    
10.júní-14.júní (1 vika)                                           
18.júní-24.júní (1 vika)
24.júní-28.júní  ( 1 vika )
6.ágúst-9.ágúst (1 vika)
12.ágúst-16.ágúst (1 vika)
19.ágúst-22.ágúst (1 vika)

Kennt er alla virka daga frá 09:30-12:00
Boðið verður  uppá gæslu frá kl.09:00 á öllum námskeiðum
Hverju námskeiði lýkur svo með knattþrautum og grillveislu

Leynigestir kíkja í heimsókn á öll námskeiðin í sumar

Verð fyrir hvert námskeið 5.500 (5 dagar) og 4.500 (4 dagar)
Systkinaafláttur er 20% af öðru barni

UMFA

Skráning á námskeið og nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara:  bjarki[hjá]afturelding.is
Hægt er að nálgast skráningarblöð hjá þjálfurum knattspyrnudeildar og í afgreiðslu íþróttamistöðvarinnar að Varmá og Lágafelli.
Tekið verður við skráningarblöðum í íþróttamiðstöðinni að Varmá og einnig  hjá þjálfurum knattspyrnudeildar.
Mæting við gervigrasið á Varmá alla dagana.

Heimasíða Aftureldingar : www.afturelding.is