Námskeið frjálsíþróttadeildar

Námskeið og helstu viðburðir á vegum frjálsíþróttadeildar yfir sumarið 2011.

Frjálsíþróttadeild

 

Skokkhópur í anda frjálsíþrótta.

Þjálfunarbúðir fyrir skokkara Mosfellsbæjar (opið öllum) þar sem fyrsta markmið er að taka þátt í Álafosshlaupi 12 júní nk. sem eru 9 km.

Fyrsta létta æfingin er 2 maí á Varmárvelli kl 18:00 með stuttum fyrirlestri hlaupastílsþjálfara. Áætlað er að hlaupa saman tvisvar til þrisvar í viku og eru nánari upplýsingar í síma 869 7159 og skráning á frjalsar@afturelding.is. Gjald þjálfunarbúða er 8.000kr.

Krakka frjálsar (“IAAF Kids Athletics”) fyrir 6 til 8 ára á Varmárvelli – af og til í allt sumar.
Boðið er upp á viku námskeið - alla virka daga vikunar, kl 09:00 til 11:00 á Varmársvæði. Hittast við vallarhús við Varmárvöll.

Vikur: 6 til 10 júní – 20 til 24 júní – 18 til 22 júlí – 8 til 12 ágúst

Námskeiðskostnaður pr/viku er 9.000 kr. og fer skráning fram á  frjalsar@afturelding.is og/eða afrekssport@gmail.com  upplýsingar eru í síma 8697159.


Frjálsíþróttanámskeið UMFÍ að Varmá og Ullarnesbrekkum. 20.- 24 júní

Frjálsíþróttaskólinn (.... fyrir Unglingalandsmót) er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Auk íþróttaæfinga verða kvöldvökur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og í síma 568-2929.

Afrekssport Þjálfun

Afrekssport sérhæfir sig í þjálfun fyrir afreks og íþróttafólk. Við bjóðum upp á sumarþjálfun fyrir þá sem vilja halda sér í formi eða bæta sig fyrir undirbúningstímabilið/veturinn. Einnig tökum við að okkur einstaklinga eða hópa í þjálfun, jafnt byrjendur sem lengra komna.

Allar nánari upplýsingar á www.afrekssport.com

 

frjalsar, goggifrjalsar , sigurgeir