Skólagarðar Mosfellsbæjar

Skólagarðar Mosfellsbæjar

Skólagarðarnir verða ekki strafræktir þetta árið 2012.

Sumarið 2011 var skólagörðunum breytt í fjölskyldugarða til að fá betri nýtingu á görðunum, þrátt fyrir það voru þeir mjög illa nýttir og var því tekin ákvörðun að bjóða ekki upp á skólagarða þetta árið en þess í stað verður hægt  að  leigja  garð á sama stað austan Varmárskóla á sama hátt og er með garðana við Skarhólamýri.

Skólagarðar Mosfellsbæjar

Í síðastliðið sumar var breytt fyrirkomulag skólagarða Mosfellsbæjar

Í stað hefðbundinna skólagarða var boðið upp á fjölskyldugarða þar sem foreldrar gátu verið með garð með sínu barni/börnum.

Boðið var upp á útsæði og kálplöntur fyrir börnin, en viðvera starfsmanna á vegum vinnuskólans var minnkuð  þannig að þeir voru á staðnum fyrstu vikuna, þegar afhending garða og útsæðis fór fram.  Eftir þann tíma var garðurinn á ábyrgð foreldra og barna.

Aðgengi að verkfærum í verkfæraskúr væri í gegnum starfsfólk Vinnuskóla á meðan það er á staðnum, í upphafi tímabils .Gott aðgengi var áfram að vatni.Gjald fyrir 50 m2 garð fyrir barn í fylgd foreldris er kr. 2.700 innfalið í því útsæði og plöntur, aðgangur að verkfærum í upphafi tímabils. 

Ef foreldri óskuðu eftir aukagarði (50 m2) þá var gjald fyrir hann það sama og fyrir matjurtargarð við Skarhólabraut (ekki innifalið útsæði)

Skráning í skólagarðana fór fram í Þjónustuveri Mosfellsbæjar og þurfti að greiða fyrir garðinn við skráningu fyrir 13. maí.