Sumarleikjanámskeið ÍTÓM

Sumarleikjanámskeið ITOM

Sumarfjör ítóm 2013

Sumarfjör ÍTOM hefjast  mánudaginn 10 júní.  fyrir börn fædd 2004 - 2007.

Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.

Námskeið verða í báðum íþróttamiðstöðum Mosfellsbæjar, en þó ekki á sama tíma (sjá meðfylgjandi dagskrá)

Leikjanámskeið Íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar, Sumarfjör 2013 verður með svipuðu móti og undanfarin ár.  Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum.

Farið verður í stuttar ferðir, leiki, farið á báta, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, golf, sund og margt fleira skemmtilegt.
Ætlast er til að börnin komi með nesti og hlífðarföt að heiman. Þau börn sem eru allan daginn borða þrisvar sinnum og þau sem eru hálfan daginn borða einu sinni.

Þau börn sem að þurfa  á stuðning að halda, fá hann en merkja þarf sérstaklega við það á umsókn.

Skráningar hefjast  6. Maí í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Ath. takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Greiða þarf þátttökugjald gjald við skráningu.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754

Boðið er upp á morgungæslu kl. 8:00-9:00 og síðdegisgæslu 16:00 -17:00, ef að nægur fjöldi næst, hver klst. kostar 290.- kr.

Sumarnámskeið ÍTÓM verða 8 eins vikna námskeið

Námskeið 1 er frá 10. júní til 14. júní / Íþróttamiðstöðin Lágafelli 
Námskeið 2 er frá  18. júní - 21. Júní / Íþróttamiðstöðin Lágafelli  
Námskeið 3 er frá  24. júní - 28. Júní / Íþróttamiðstöðin Lágafelli
Námskeið 4  er frá  1. júlí - 5. Júlí / Íþróttamiðstöðin Lágafelli 

Námskeið  5  er frá 8. júlí - 12. Júlí/ Íþróttamiðstöðin Varmá
Námskeið  6  er frá 15. júlí -19. júlí/ Íþróttamiðstöðin Varmá  
Námskeið  7 er frá 22. júlí - 26. Júlí/ Íþróttamiðstöðin Varmá 
Námskeið  8  er frá 12.ágúst – 16:ágúst / Íþróttamiðstöðin Varmá tilvalið námskeið fyrir þau börn sem að er hætt á leikskólanum og eru að hefja nám í 1. bekk ==>   HÉR MÁ SJÁ DAGSKRÁ FYRIR ÞESSA VIKU

Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu.

Ef að ekki næst lágmarksfjöldi á námskeið, má búast við að því verði frestað.

Hvert námskeið 1/1 kostar kr. 10.200
Auka klukkustund kostar Kr 290.