Sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju

Sundnámskeið Kobba

SUMARIÐ 2013

Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug fyrir börn fimm ára (fædd 2007) frá 6 – 21. júní (alls:11 skipti) 

Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.
Námskeiðin hefjast kl 8:30 og eru á hálftíma fresti.
Námskeiðsgjald er 6.000 kr. og greiðist í fyrsta tíma. Systkinaafsláttur er veittur.
Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tíma .

Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.

Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og
Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari ( Hanna hafmeyja)

Nánari upplýsingar og skráning í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754.

Nánari upplýsingar og skráning í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754.