Sundnámskeið fyrir 5 ára og eldri í Lágafellslaug

2013

Kennt verður fyrir hádegi í tvær vikur tilvalið fyrir foreldra sem eru með börn á leikskóla  að taka sig saman og skiptast á að keyra og sækja námskeiðið er frá 10 júní -21 júní.

Oft er hreyfifærni og áræði barna mjög mismunandi og því er reynt að haga kennslunni þannig að komið sé til móts við mismunandi þarfir og getu hvers einstaklings.
Fyrir lengra komna er þó gott að minnast þess að helstu grunnatriðin eru þess eðlis að þau eru aldrei of oft lærð.

Hver sundtími er 30 mínútur , hægt er að velja  tímasetningar:
8:15 – 8:45
9:00 – 9:30
9:30 -10:00
10:00- 10:30

Mjög góður undirbúningur fyrir skólasundið, gott er að börnin mæti 10 mínútum fyrir sundtímann.

Verð fyrir námskeiðið er 6000kr.

Allar nánari upplýsingar eru í síma 895 7675 eða við Lágafellslaug í síma 517 6080

Einnig er hægt að  skrá á námskeiðið á netfangið steinunnt[hjá]lagafellsskoli.is eða gudrunerna[hjá]lagafellsskoli.is

 sundstelpa

 

sundstrákur