Eftirtaldar konur eru tilnefndar til Íþróttakonu Mosfellsbæjar 2013:
|
|
|
|
|
|
HEIÐA GUÐNADÓTTIR
|
KYLFINGUR |
|
KAREN AXELSDÓTTIR
|
SUNDKONA |
Íþróttakona ársins hjá Golfklúbbnum Kili 2013 Heiða Guðnadóttir er 25 ára gömul. Heiða hefur stundað golf frá barnsaldri en gekk til liðs við golfklúbbinn Kjöl árið 2009. Heiða er dugleg við æfingar, samviskusöm og metnaðargjarn kylfingur. Sumarið 2013 lék Heiða á Eimskipsmótaröð GSÍ með ágætum árangri en Heiða hafnaði í 5 sæti á öðru stigamótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum....
Lesa meira
|
|
Íþróttakona Íþróttafélags Aspar árið 2013 Karen Axelsdóttir er fædd 5. Júlí 1992 og hennar fötlun er CP sem er algengasta tegund hreyfihömlunar, og keppir hún í sundi í flokki S2. ( flokkar í sundi hreyfihamlaðra eru frá S1- S10 )Karen æfir sund hjá íþróttafélaginu Ösp tvisvar í viku í Lágafellslaug og einu sinni í viku í sundlauginni í Laugardal...
Lesa meira
|
TELMA RUT FRÍMANNSDÓTTIR |
KARATEKONA |
|
SÚSANNA KATARÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR |
HESTAÍÞRÓTTAKONA |
Íþróttakona Aftureldingar 2013  Telma Rut hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kumite undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Norðurlandamótinu í karate, í apríl 2013, þar sem hún hafnaði í 3.sæti -61 kg. flokki. Að auki þá náði Telma mjög góðum árangri á Opna Sænska meistaramótinu en þar náði hún einnig 3. sæti í – 61 kg. flokki. Þá keppti Telma á Evrópumeistaramótinu í maí og sigraði fyrsta bardag sinn og komst í aðra umferð en beið þar lægri hlut...
Lesa meira
|
|
Hestaíþróttakona ársins 2013 Súsanna Katarína er 17 ára og hún er nánast “fædd” í Herði. Hún hefur sýnt það að með áhuga, frábærri ástundun og gleði í hjarta hefur hún vaxið sem knapi og frábær Harðarfélagi frá ári til árs og er ein af efnilegri knöpum Harðar í hestaíþróttinni. Hún er sannur íþróttamaður, félagi og leitogi innan vallar sem utan og mikill vinur hestanna sinna. Súsanna Katarína er lífleg og tekur jákvæð þátt í félagsstarfinu. Hún var dugleg að keppa á sl. ári og var í úrslitum á öllum mótum sem hún keppti á...
Lesa meira
|
ÍRIS EVA EINARSDÓTTIR |
SKOTFIMIKONA |
|
BRYNJA HLÍF HJALTADÓTTIR
|
AKSTURSÍÞRÓTTAKONA |
Skotfimikona ársins 2013 Íris Eva Einarsdóttir er fædd 1990 og hefur búið frá 10 ára aldri í Mosfellsbæ. Hún æfir skotfimi á loftriffil hjá Skotfélagi Reykjavíkur og stundað íþróttina af fullum krafti í um 3 ár. Síðan þá hefur hún náð Íslandsmeistaratitli árin 2011 og 2013 og einnig sett nokkur Íslandsmet, nú síðast 7. desember 2013
Lesa meira
|
|
Íþróttakona Motomos 2013 Brynja birtist eins og stormsveipur á sviðið þegar hún var tólf ára gömul og hefur síðustu tvö ár keppt í “fullorðna” flokknum í MX Kvenna þar sem hún er að keppa við margfalda Íslandsmeistara. Brynja Hlíf náði þeim árangri að verða í þriðja sæti til Íslandsmeistara aðeins fimmtán ára gömul og hefur bætt sig mjög mikið síðustu tvö ár
Lesa meira
|
ÞURÍÐUR BJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR |
SKAUTAKONA |
|
MARTA CARRASCO
|
DANSÍÞRÓTTAKONA |
Skautaíþróttakona ársins 2013 Þuríður Björg Björgvinsdóttir er 16 ára Mosfellingur og æfir hjá Skautafélaginu Birninum (Listskautadeild). Þuríður Björg var í landliði Íslands 2013 og keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti sem fór fram á Íslandi helgina 31.jan - 3. feb. 2013 í Egilshöll. Í upphafi keppnistímabils haustið 2013 hækkaði Þuríður upp um keppnisflokk og byrjaði vel þar með því að koma sér í sæti.
Lesa meira
|
|
Dansíþróttakona ársins 2013 Marta er fædd 18.janúar 1999, hún hefur æft dans frá 7 ára aldri og er í dag meðal fremstu samkvæmisdansara landsins. Hún og herrann hennar Eyþór Andrason hafa lagt mikinn metnað í dansinn æft bæði hér heima sem og tekið tíma hjá kennurum erlendis. Hún hefur undanfarið tvo ár verið valin í A – landslið og er yngsti meðlimur landsliðsins og hefur hún keppt þó nokkuð erlendis m.a. á Englandi og norðulöndunum
Lesa meira
|
Eftirtaldir karlar eru tilnefndir til Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2013:
|
KRISTJÁN ÞÓR EINARSSON
|
KYLFINGUR |
|
KJARTAN GUNNARSSON |
AKSTURSÍÞRÓTTAMAÐUR |
Íþróttamaður ársins hjá Golfklúbbnum Kili 2013
Kristján Þór Einarsson er 26 ára gamall kylfingur. Kristján hefur stundað golf hjá golfklúbbnum Kili frá unga aldri og náð miklum og góðum árangri. Kristján er samviskusamur og duglegur við æfingar og leggur sig ávallt allann fram. Kristján varð í sumar klúbbmeistari GKj í meistaraflokki sem og stigameistari á mótaröð meistaraflokks
Lesa meira
|
|
Íþróttamaður MotoMos 2013  Kjartan Gunnars er 21 árs gamall og hefur stundað íþróttina frá því að hann fékk sitt fyrsta hjóla á tólfta ári en byrjaði að keppa á þréttanda ári. Strax var ljóst að mikið efni var á ferð og hefur Kjartan ávallt verið að keppa í baráttu um toppsætin. Kjartan hefur verið í MotoMos frá því að hann hóf keppni. Kjartan er tvöfaldur Íslandsmeistari, fyrst Íslandsmeistari Unglinga árið 2010 og svo núna Íslandsmeistari í MX2
Lesa meira
|
JÓHANN JÓHANNSSON |
HANDBOLTAMAÐUR |
|
REYNIR ÖRN PÁLMASON |
HESTAÍÞRÓTTAMAÐUR |
Íþróttamaður Aftureldingar 2013 Jóhann er fæddur 12.febrúar 1986 hefur leikið með Aftureldingu frá blautu barnsbeini og hefur stöðugt bætt sig sem leikmaður. Á síðasta tímabili lék Afturelding í efstu deild og var Jóhann lykilmaður liðsins og átti mjög gott tímabil og var valinn nokkrum sinnum í lið umferðarinnar auk þess að vera einn markahæsti leikmaður N1 deildar á síðasta tímabili
Lesa meira
|
|
Hestaíþróttamaður Harðar 2013 Reynir Örn Pálmason er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar sex sinnum. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði
Lesa meira
|