Vetrarfrístundir

Tómstundastarf er jákvæð viðbót við líf barna.

Allir vita hve mikilvægt er að hreyfa sig. Hollt mataræði og regluleg hreyfing skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska. Í vetur verður nóg framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. Minnum við einnig á að nýta frístundaávísun en Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð 18.000,- kr. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

Upplýsingar og tengla er að finna hér fyrir neðan og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

MYNDLISTASKÓLI MOSFELLSBÆJAR 

  Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu, athygli og smekk, örvar ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.

LISTMOS

  Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.

SUNDNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Í LÁGAFELLSLAUG

 

Sund er kjörin hreyfing sem reynir á allan líkamann án þess að einstakir líkamshlutar verði fyrir of miklu álagi. Vatnið  hefur þann eiginleika að gera mann „léttari“ þannig að álag á liði og vöðva verður minna en á þurru landi. Sund er því góður kostur fyrir alla.

ELDING LÍKAMSRÆKT

 

Lærðu að lyfta rétt - 8 vikna námskeið
Fight Club - Hnefaleikar
Ketilbjöllutímar

UNGMENNAFÉLAGIÐ AFTURELDING

 

HESTAMANNAFÉLAGIÐ HÖRÐUR - Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

  Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Öll börn og ungmenni sem við einhverns konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku geta komið á 10 vikna námskeið.  Sjá auglýsingu hér

MOSVERJAR

  Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Í gegnum skátastarfið er hægt að finna margar skemmtilegar og spennandi leiðir til að eflast og þroskast í leik og starfi. Skátastarf er fjölbreytt, kraftmikið, litríkt og þroskandi starf.

BJÖRNINN

 

Skautaæfingar er góð og holl hreyfing fyrir krakka og mjög góður grunnur að heilbrigðu líferni. Með skautaæfingum eflist styrkur, þol og teygjanleiki og börnin eflast í samvinnu að sameiginlegu markmiði.

KYNDILL - Björgunarsveitin Kyndill - Unglingastarf.

 

Grunnur að farsælu starfi björgunarsveitar er fólgið í þeirri nýliðun sem fæst með öflugu starfi unglingadeildar. Í Kyndli eru starfandi um 40 unglingar í yngri og eldri deildum. Til að starfa með unglingadeild Kyndils þarftu að vera á aldrinum 14-18 ára. Í boði er skemmtilegt félagsstarf og fá meðlimir unglingadeildar þjálfun og leiðsögn frá reyndu björgunarsveitarfólki. Mikil áhersla er lögð á útivist í náttúru Íslands. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við unglingadeild Kyndils þá er um að gera að hringja og mæta á kynningarfund.

World Class Mosfellsbæ

 

LEYNILEIKHÚSIÐ

 

Hjá Leynileikhúsinu geta ungir leiklistarunnendur sótt fjölbreytt og skapandi námskeið í leiklist. Á námskeiðunum er unnið er að því að efla framkomu, sköpunarkraft og tækni hvers og eins nemanda, með leikgleði og frumsköpun að leiðarljósi. Einkunnarorð Leynileikhússins eru einmitt LEIKGLEÐI! Leynileikhústímarnir fara fram í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Slíkt skapar vissulega heildstæðari vinnudag fyrir börnin og minni þörf er á skutli eða strætóferðum til að börnin geti stundað sitt áhugamál.

BARNA- OG ÆSKULÝÐSSTARF LÁGAFELLSKIRKJU

 
 • SUNNUDAGASKÓLI
  Sunnudagaskólinn eru alla sunnudaga yfir vetrartímann klukkan 13:00 í Lágafellskirkju. Þar er komið saman sungið og leikið og eru foreldrar hvattir til þátttöku.
 • FORELDRAMORGNAR
  Á Foreldramorgnum  býður Lágafellssókn foreldrum og ungu börnum þeirra  að hittast í Safnaðarheimilinu og ræða saman, skiptast á skoðunum, deila reynslu sinni af barnauppeldi og fræðast um ýmis málefni. Í Safnaðarheimilinu er góð aðstaða fyrir börn og barnavagna og er leitast við að fá utanaðkomandi aðila til að fræða hópinn einu sinni í mánuði. Foreldramorgnar eru á fimmtudögum milli kl. 10:00 - 12:00
 • KIRKJUKRAKKAR  í Varmárskóla og Lágafellskóla
  Í vetur verður kirkjustarf, Kirkjukrakkar í samsvinnu við frístundasel bæði í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Starfið í Kirkjukrökkum er svipað og í Sunnudagaskólanum, þar er sungið, farið í leiki, rætt um lífið og tilveruna, hlustað á sögur og farið með bænir. Nánari upplýsingar um tímasetningar er að finna á heimasíðu kirkjunnar
 •  GLEÐIGJAFARNIR - T.T.T.  (Töff, Töfrandi og Taktfast)
  TTT  er félagsskapur fyrir öll tíu til tólf ára börn sem langar til að eiga skemmtilegan vetur saman. T.T.T. fundirnir verða á mánudögum kl. 16:00.   Þar munum við skemmta okkur við margskonar verkefni.
  Allir krakkar velkomnir.  Fundarstaður er í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3. 3. hæð
 • SOUND – ÆSKULÝÐSSTARF LÁGAFELLSKIRKJU – UD KFUM & KFUK
  Sound er félagskapur fyrir alla unglinga í 8. 9 og 10 bekk. Mikið er um skemmtilegar ferðir ásamt líflegum spjallfundum.  Fundirnir eru á sunnudögum kl. 17:00. Fundarstaður er í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3. 3. hæð

frístundir