Vinnuskólinn

VinnuskólinnVinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2013 verður starfræktur á tímabilinu 11. júní til 31. júlí 

Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt.
Umsóknarfrestur 2013 er til 24.april.

Foreldrar og nemendur eru beðnir að kynna sér efnið hér að neðan.

Vinnuskóli Mosfellsbæjar 2013

Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.

Markmið skólans eru:

  • Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað 
  • að kenna nemendum að umgangast  bæinn sinn
  • að auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu. 
  • að veita nemendum vinnu yfir sumartímann.

Vinnuskóli Mosfellsbæjar verður starfræktur á tímabilinu 11.  júní til 31. Júlí.

Tímabilinu er skipt í A og B og þurfa nemendur að velja sér tímabil á umsókninni , en við getum ekki lofað að allir fái það tímabil sem að þeir óska eftir.

Starfstími nemenda verður sem hér segir:

ÁRGANGUR 1997
fær vinnu í 110 klst. þau vinna í fjórar vikur, 6 tíma á dag fyrir utan föstudaga, en þá er einungis unnið til hádegis.
A-tímabil : vinna hefst 10. júní.
B-tímabil : vinna hefst 1. júlí 
Laun 530 kr. á tímann. Ofan á öll laun kemur svo 10,17% orlof

ÁRGANGUR 1998 
fær vinnu í 92 klst. Þau vinna 5 stundir á dag (8:30-14:30) fyrir utan föstudaga, en þá er einungis unnið til hádegis. 23.5 stundir á viku.
A-tímabil : vinna hefst 10. júní.
B-tímabil : vinna hefst 1. júlí
Laun 399 kr. á tímann. Ofan á öll laun kemur svo 10,17% orlof

ÁRGANGUR 1999
fær vinnu í 51 klst. Þau vinna 3 stundir á dag (8:30-11:30 eina vikuna og 12:30  til 15:30 hina vikuna) fyrir utan föstudaga, en þá vinna allir fyrir hádegi.
A-tímabil : vinna hefst 10. júní. til ( 51 klst ,17 dagar)
B-tímabil : vinna hefst 1. júlí  (51 klst , 17 dagar)
Laun  353 kr. á tímann. Ofan á öll laun kemur svo 10,17% orlof

Ekki er í boði að vinna upp þá tíma sem að nemendur missa úr vegna fría eða veikinda

Þeir sem að eru orðnir 16 ára þurfa að skila inn skattkorti !!!

Laun verða borguð út 20. júní, 4. júlí, 18. júlí, 1. ágúst

Í sumar munum við hafa  4-5 daga sem eru tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Ekki er búið að ákveða dagsetningar en við ætlum að reyna að stíla á eh. sólardaga. Ekki verða greidd laun á þessum dögum, en þeir dragast ekki af vinnutímanum.  Gaman saman.

Ef að þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband í félagsmiðstöðina Ból í síma 566 6058 eða við Eddu Davíðsdóttur í síma 525 6700