2009-2010

Sýningar í Listasal Mosfellsbæjar sýningarárið 2009 – 2010

5. september – 29. september 2009

Bjarney Ólafsdóttir, GullæturnarBjargey Ólafsdóttir sýnir teikningar og málverk sem hún hefur verið að vinna síðustu misseri: Gullæturnar / The Gold Eaters (Ég les ítalska Vouge og borða ísbjarnarkjöt með puttunum / I read Italian Vouge and eat polarbear meat with my fingers)
Nánar um Bjargey Ólafsdóttur (.pdf 141 KB )

3. okt – 31. Okt.

Steingrímur Eyfjörð, Orgone-boxiðSteingrímur Eyfjörð sýndi ORGONE-BOXIÐ. Steingrímur sýndi svokallað Orgone-box en jafnframt voru teikningar eftir listamanninn til sýnis. Sýningin kallaði á þátttöku gestanna sem fengu tækifæri til að upplifa veru í boxinu og skrá niður upplifanir sína. Orgone-boxið er uppfinning austurísk-ameríska sálgreinandans Wilhelm Reich (1897-1957) og er því ætlað að fanga orgone orkuna, hvata lífsins, úr umhverfinu.

Steingrímur er einn af okkar virtustu myndlistarmönnum og var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum fyrir tveimur árum. Nánari upplýsingar um Steingrím er að finna á heimasíðu hans www.this.is/endless7. nóv – 5. des


Margrét Jónsdóttir, In memorianMargrét Jónsdóttir listmálari opnaði sýningu á verkum sínum í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 7. nóvember kl. 14-16. Hún sýndi verk unnin á pappír með egg tempera. Myndröðin er brot úr myndröðinni IN MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með mismunanditilbrigðum.

Frekari upplýsingar um Margréti má finna á eftirfarandi vefslóðum:

http://mjons.blogspot.com/

http://www.connected-women.com/en/directory/view/margretjons
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/276
http://margretjonsdottir.blogspot.com/
http://www.myndlistaskoli.is/00MJ.htm
http://www.myndlistaskoli.is/kennarar2007.htm


12. des – 9. jan

Marta María JónsdóttirMarta María Jónsdóttir opnaði sýninguna Talið var að augun framleiddu ljós á málverkum og teikningum í Listasal Mosfellsbæjar, laugardaginn 12. desember kl. 14-16. Marta María er menntuð í myndlist og hreyfimyndagerð á Íslandi og í Bretlandi.
Verk Mörtu Maríu eru á mörkum þess að vera teikningar og málverk. Verkin eru óhlutbundin og unnin með akríl á striga og pappír, í þeim birtast endurtekin form, mynstur og stundum mandölur í bland við fljótandi liti. Litur fer ofan á lit, form flækjast saman og verða að eins konar kristöllum.
Nánari upplýsingar um Mörtu Maríu (.pdf 113 KB).16. jan – 13. feb

Páll Haukur BjörnssonPáll Haukur Björnsson: Grár er ekki ástand en takk fyrir afnotin af sófanum. Páll sýndi innsetningu myndaða úr skúlptúr, hljóðverki, myndbandsverkum og um 200 teikningum. Teikningarnar eru fjölbreytt yfirlit yfir vinnu síðustu tveggja ára. Skúlptúrinn er blanda af innsetningu með hljóði og myndbandsverkum. setur upp fjölþætta innsetningu, samsetta úr skúlptúrum, myndbandsverkum, ljóskösturum, texta og hljóðverki.20. feb. – 20. mars

Hildigunnur BirgisdóttirHildigunnur Birgisdóttir: Margt í mörgu. Hildigunnur sýndi teikningar og skúlptúra sem eru framhald af vangaveltum hennar um kerfi og reglur - glundroða og útnára efnisheimsins.
„Tilraunakennd verk Hildigunnar byggjast gjarnan á leikjum, leikirnir á reglum og reglur eru kerfi. Kerfin eiga rætur sínar að rekja til eðlisfræðilegra fyrirbæra og heimspekilegra vangaveltna um hringrásir og heimskerfi en lúta lögmálum og formfræði leikja og spila. En í leikjum eru reglurnar ekki fullkomnar, einhver svindlar og sum kerfin ganga alls ekki upp. Þannig er það ekki síður uppbrotin og útfellingarnar sem verkin hverfast um. Þau eru einskonar könnun á kerfum sem eru ekki svo einföld þrátt fyrir einfalda og jafnvel barnslega framsetningu. Með því nálgast listamaðurinn viðfangsefnið á afslappaðan hátt sem leiðir auðveldar skilning áhorfendans um leið og hún gefur honum svigrúm til að velta hlutunum fyrir sér á nýjan hátt.“
Nánar um Hildigunni og verk hennar.

27. mars – 30. apríl

Bergþór MortensBergþór Morthens: Jón Sigurðsson. Verk Bergþórs eru tjáningarrík (e. expressive) portrett sem skírskota til atburða, persóna og aðstæðna í samtíma okkar, eins og nútímasamskipta, þjóðerniskenndar, sjálfstæðis og hetjudýrkunar.
Bergþór Morthens (f. 1979) útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og hefur síðan unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar. Hann hefur sýnt víða um land, á Akureyri, Reykjavík og Siglufirði. Bergþór er búsettur á Siglufirði og er vinnustofa hans þar.
Verkin sem Bergþór sýnir í Listasal Mosfellsbæjar eru unnin með blandaðri tækni á striga og er Bergþór ófeimin að blanda saman ólíkum efnum. Verkin eru tjáningarrík (e. expressive) portrett sem skírskota til atburða, persóna eða aðstæðna í samtíma okkar, eins og nútímasamskipta, þjóðerniskenndar, sjálfstæðis og hetjudýrkunar.
Frekari upplýsingar um feril Bergþórs: (.pdf 1.3 MB)

30. apríl – 29. maí
Elísabet Stefánsdóttir.

5. júní – 3. júlí
Snorri Ásmundsson.

10. júlí – 7. ágúst
Samsýning þeirra Ösu Shimada, Ernu Elínbjargar Skúladóttur og Ólafíu Guðnýjar Erlendsdótur. Þær vinna allar með leir á ólíkan hátt. Þær hafa dvalið í sitthvoru lagi í ár og ætla að halda sýningu sem fjallar um tengsl, umhverfi og fjarlægð.