Gönguleiðir og hjólastígar

Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistamöguleikar í ósnertu landslagi upp til heiða, við vötn  og ár og við strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir, auk þess sem tvö jarðhitasvæði eru í sveitafélaginu.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar þar sem hæst er farið í 484 metra, á Grímannsfelli. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða í sveitinni. Má þar nefna Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli, Seljadal, Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti. Fornar þjóðleiðir, seljarústi og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða á útivistasvæðinu.

Stikaðar gönguleiðir - kort  (.pdf - 1.99 mb)

Göngu- og hjólastígar í Mosfellsbæ - kort

Göngu- og hjólastígar á höfuðborgarsvæðinu - kort

Blikastaðanes - Þerneyjarsund. Göngutími: 3 klst.