Fjölmenningarsetur

Fjölmenningarsetur
                                     Multicultural and information Centre

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku (sjá símanúmer á forsíðu vefsins). Svarað er í upplýsingasímann á viðkomandi tungumáli og samskipti eru bundin trúnaði. Þá er alltaf hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð með því að nota Hafðu samband' tengilinn á forsíðu vefsins.

Fjölmenningarsetur er staðsett að Árnagötu 2-4 á Ísafirði en þjónustar allt landið. Skrifstofan er opin frá kl. 9-Fjölmenningarsetur16 virkadaga og á skrifstofutíma er ávallt hægt að leita eftir upplýsingum á íslensku og ensku.

Fjölmenningarsetur (kort)

Árnagata 2-4, 400 Ísafjörður
Sími: +354 450-3090
Fax: +354 450-3005
Vefsíða: www.mcc.is
Netfang: mcc[hjá]mcc.is / fjolmenningarsetur[hjá]fjolmenningarsetur.is