Heilsuklasi

Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ er að hagsmunaaðilar í Mosfellsbæ ásamt tengdum aðilum, taki sig saman um að móta klasa sem byggir á  þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar.

Tilgangurinn með samstarfinu er að koma á laggirnar klasa til að byggja upp og efla alla starfsemi  og þekkingu  á sviði heilsueflingar, heilsuræktar og endurhæfingar í Mosfellsbæ.

Klasinn var formlega stofnaður að Reykjalundi þann 28. mars 2011. Heilsuklasinn hlaut síðar nafnið Heilsuvin Mosfellsbæjar. Markmið Heilsuvinjar er að efla atvinnuuppbyggingu í hvers kyns heilsutengdri þjónustu með öflugu samstarfi í þróunar- og markaðsmálum.  Heilsuvin er hlutafélag og hafa allir áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki rétt á því að gerast hluthafar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Allar nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar:
Jón Pálsson, s. 664 2802, netfang: jon@ans.is 
Sævar Kristinsson, s. 824 2424, netfang: sk@netspor.is

Alma Auðunsdóttir framvkæmdastjóri, s. 571 2555, netfang: www.heilsuvin.is