Auglýsingar í íþróttamiðstöðvum

Reglur um auglýsingar í Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar

1. gr.
Þeir sem vilja setja upp auglýsingar í Íþróttamiðstöðinni skulu sækja skriflega um auglýsingasamning til Íþróttafulltrúa fyrir 15. ágúst ár hvert.

2. gr.
Gildistími auglýsingasamninga er eitt ár frá 1. september til 31. ágúst.

3. gr.
Auglýsingasamningar taka til afnotaréttar á skiltum sem verða sett á veggi, gólf eða á aðra þá staði sem auglýsanda er heimilað.
Við uppsetningu og staðsetningu auglýsingaskilta skal þess gætt að þau hindri ekki íþróttaiðkun eða yfirsýn.
Auglýsingar á gólfi mega ekki brjóta upp merkingar sem tilheyra íþróttagreinum sem stundaðar eru í íþróttasölunum.  Ekki skulu vera fleiri auglýsingar á gólfum íþóttasala en fjórar, auk auglýsinga í miðhring og á svæði fyrir aftan vítalínu í körfubolta.

4. gr.
Séu auglýsingaskilti sett upp í tilefni af sérstökum leik, keppni eða stærri íþóttaviðburði eða hátíð skal sótt um það sérstaklega til íþróttafulltrúa og auglýsingar fjarlægðar strax að viðburði loknum.

5. gr.
Auglýsandi sér um uppsetningu á auglýsingaskiltum og sér til þess að þau séu tryggilega fest og skpi ekki hættu fyrir viðstadda.

6. gr.
Auglýsanda er skylt að sjá til þess að yfirbragð auglýsinga sé smekklegt og snyrtilegt og í samræmi við reglur Í.S.Í. um auglýsingar.
Auglýsingar sem innihalda nöfn áfengra drykkja og áfengistegunda eru stranglega bannaðar.

7. gr.
Íþróttafulltrúi getur látið fjarlægja á kostnað íþróttafélaga eða deilda slitnar, gallaðar og úrsérgengnar auglýsingar

8. gr.
Samráð skal haft við Í.S.Í. og sjónvarpsstöðvar um framkvæmd þessara reglna að því leyti sem þær varða þessa aðila.

9. gr.
Komi upp ágreiningur, eða vafi, um túlkun og framkvæmd þessara reglna skal skjóta honum til íþrótta- og tómstundanefndar, nema um sé að ræða álitaefni sem eigi samkvæmt reglum Í.S.Í. um auglýsingar að skjóta til sérstakrar nefndar.