Gæsluvöllur við Njarðarholt

REGLUR
GÆSLULEIKVALLAR MOSFELLSBÆJAR


1. Með yfirumsjón gæsluleikvallarins fer fræðslunefnd Mosfellsbæjar í umboði bæjarstjórnar.

2. Daglegur rekstur er í höndum forstöðumanns

3. Gæsluleikvöllurinn er opinn í júlímánuði frá kl. 9 - 12 og 13 - 16

4. Gjaldtaka: Fræðslunefnd ákveður gjaldtöku fyrir gæslu barnanna. Greiða skal fyrir gæslu hvers barns við hverja komu, hvort sem barnið dvelur   langan eða skamman tíma í senn.

5. Á gæsluleikvellinum er séð fyrir gæslu barna á aldrinum 20 mánaða- 6 ára. Börnin geta komið á völlinn þar til þau byrja í grunnskóla. en ekki eftir þann tíma. Völlurinn er ekki ætlaður börnum á öðrum aldri. Þó geta foreldrar barna frá eins árs aldri komið á leikvöllinn á opnunartíma hans og verið með börnum sínum án kostnaðar. Börnin eru þá undir eftirliti og á ábyrgð foreldra sinna.

6. Forráðamönnum barna er bent á að gæsluleikvöllurinn getur aldrei komið í stað leikskóla, né gengt hlutverki hans.

7. Skylt er að fylgja börnunum milli gæsluleikvallarins og heimilis. Starfsmaður ákveður í samráði við forráðamann, hve lengi barn skal dvelja á vellinum dag hvern á meðan það er að venjast aðstæðum. Mikilvægt er að börn séu sótt fyrir lokun gæsluvallarins.

8. Æskilegt er að forráðamaður eða annar, sem annast barnið, dvelji með barninu fyrstu dagana sem barnið sækir völlinn.

9. Ef enginn er heima meðan barnið dvelur á gæsluleikvellinum skal bent á annan aðila, sem hafa má samband við, ef eitthvað kemur fyrir barnið.

10. Barni er heimilt að koma með eigin leikföng, nema starfsmaður vallarins telji þau óheppileg til notkunar á leikvellinum. Engin ábyrgð er tekin á einkaleikföngum. Týnist þau á vellinum, skal sá sem sækir barnið leita þeirra.

11. Óheimilt er að koma með gæludýr inn á lóð gæsluleikvallarins.

12. Rísi ágreiningur milli forráðamanna barnanna og starfsfólks gæsluleikvallarins um notkun vallarins, skal bera málið undir Leikskólafulltrúa Mosfellsbæjar.