Greiðsla tónlistarnáms

Stjórnarfundur SSH 6. september 2004 samþykkir að leggja eftirfarandi fyrir viðkomandi sveitarstjórnir varðandi greiðslur í tónlistarskólanámi.

1. Sveitarfélög SSH greiða með sínum grunnskólanemendum í öðrum sveitarfélögum svo sem verið hefur, út skólaárið 2004/2005.

2. Sveitarfélög SSH samþykkja fyrir sitt leyti að vinna eftir drögum að “Samkomulagi” sem gert var milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2004.  Enda er það skilningur stjórnar SSH að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frjálst val meti allir tónlistarnám, sem einingabært nám.
Samkomulag þetta gildir fyrir skólaárið 2004/2005.

3. Sveitarfélögin greiða áfram með tónlistarnámi nemenda á framhaldsskóla-aldri, sem ekki heyra undir gr. 2  í áðurnefndu  “Samkomulagi”, fyrir skólaárið 2004/2005.  

4. Sveitarfélög SSH eru sammála um að skipa starfshóp til að semja reglur um fjárhagsstuðning vegna tónlistarnáms.  Reglurnar gildi frá og með skólaárinu 2005/2006.

5. Sveitarfélög SSH líta svo á að þeim sé í engum tilvikum skylt að greiða fyrir tónlistarnám á háskólastigi eða fyrir einstaklinga sem komnir eru af framhaldsskólaaldri.   Hvert sveitarfélag setur sínar eigin reglur varðandi slík mál.