Liðveitendur


Reglur

um liðveitendur í Mosfellsbæ

1.gr.
Launakjör starfsmanna
Liðveitendur taka laun sín frá Mosfellsbæ samkvæmt launataxta starfsmannafélags Mosfellsbæjar og launanefndar sveitarfélaga.
Liðveitendum er óheimilt að taka við greiðslum eða gjöfum frá þeim sem njóta liðveislu.

2. gr.
Þagnarskylda
Liðveitendur skulu gæta þagmælsku um það, sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og helst þagnarskyldan þótt viðkomandi láti af störfum.  Liðveitendur skulu undirrita þagnareyð við gerð sem ráðningasamnings.

3. gr.
Skil á skýrslum
Sem fyrst eftir 15. hvers mánaðar skal liðveitandi skila inn greinargerð um starf sitt ásamt launa- og akstursskýrslum til félagsmálasviðs Mosfellsbæjar.  Launaskýrslur skulu einnig áritaðar af þeim sem nýtur liðveislu, foreldrum/forsjáraðilum eða umboðsmanni, nema að annað sé ákveðið.
Liðveitendur skulu einnig skila inn reikningsyfirliti ásamt fylgiskjölum eða kvittunum vegna útgjalda.  Til útgjalda telst útlagður kostnaður liðveitenda við liðveislu, s.s. vegna bíó- og leikhúsferða.

4. gr.
Kostnaður
Fjölskyldusvið greiðir liðveitenda útlagðan kostnað hans samkvæmt eftirfarandi ákvæði.
Við gerð þjónustusamnings skv.  4. gr. reglna um liðveislu skal m.a. skilgreint markmið með þjónustunni, hvernig markmiðum skal náð og útlagðan kostnað vegna þeirra. 

Útlagður kostnaður stuðningsaðila skal tengdur þeim markmiðum sem sett eru hverju sinni og í samræmi við vilja hins fatlaða eða forsjáraðila hans ef um barn er að ræða.  Útlagður kostnaður getur ekki orðið hærri en 2.500,- á mánuði. 

Endurgreiðsla vegna afnota af bifreið liðveitanda skal miðast við hámark 75 km. á mánuði.  Hafi liðveitandi ekki til umráða eigin bifreið eða kýs að nota almenningssamgöngur skal miðað við þá upphæð sem umræddur kílómetrafjöldi segir til um. 

Í samræmi við reglur um liðveislu í Mosfellsbæ greiðir þjónustuþegi sjálfur eigin útlagðan kostnað.