Menningarmál, starfsstyrkir

SAMÞYKKT UM STARFSSTYRK TIL MENNINGARMÁLA

 

1. grein
 Árlega er heimilt að veita úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar menningarstyrkur til  einstaklings, hópa eða samtaka, eftir því sem nánar er ákveðið.
 Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar gerir tillögur til bæjarstjórnar um val á þeim sem starfsstyrki skulu hljóta.

2. grein
 Þeir einir koma til greina við úthlutun starfsstyrkja, sem búsettir eru í Mosfellsbæ.

3. grein
 Menningarstyrkur skal nema allt að þriggja mánaða launum samkvæmt 5. þrepi 143 lfl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.  Fjárhæðin er greidd í einu lagi fyrir hvern mánuð, án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra gjalda.

4. grein
 Að loknu starfstímabili skal styrkþegi gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til menningarmálnefndar, framlagningu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við menningarmálanefnd hverju sinni.  Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu fyrir flutning eða sýningu verks skv. framangreindu, en viðkomandi heldur höfundarrétti sínum óskertum.

5. grein
 Úthlutun starfsstyrkjar skal að jafnaði fara fram í júnímánuði og greiðslur hefjast 1. júlí ár hvert.

 Í marsmánuði ár hvert skal auglýst eftir rökstuddum ábendingum frá Mosfellingum, einstaklingum sem og samtökum eða annarra um hverjir skuli hljóta starfsstyrkinn.
 Menningarmálanefnd er þó ekki bundin af slíkum ábendingum.

6. grein
Reglur þessar taka þegar gildi.