Umsókn um leikskólapláss

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Reglur varðandi umsókn um leikskólapláss í leikskóla Mosfellsbæjar.

1.gr.
• Heimilt er sækja um leikskóladvöl fyrir barn í leikskóla Mosfellsbæjar þegar það hefur náð 1 árs aldri.

2. gr.
• Skilyrði fyrir leikskóladvöl í er að forráðamaður barnsins eigi lögheimili í Mosfellsbæ.

3. gr.
• Hægt er að flytja biðlistann með sér á milli sveitarfélaga þar sem um gagnkvæman samning milli Mosfellsbæjar og rekstraraðilans er að ræða og gildir þá sú dagsetning sem skráð er á biðlista þess sveitarfélags sem flutt er frá.

4. gr
• Umsóknin gildir sjálfkrafa fyrir þá leikskóla sem bæjarfélagið starfrækir og þá dvalarmöguleik sem boðið er upp á.

Forgangsbiðlisti.
Á meðan leikskólapláss eru takmörkuð er hægt að sækja um að komast á forgangsbiðlista:

5. gr.
 Eftirtaldir geta sótt um að komast á forgangsbiðlista:
• börn einstæðra foreldra
• börn foreldra þar sem báðir foreldrar stunda full nám
• börn sem búa við fötlun og/eða seinkaðan þroska
Þegar sótt er um forgangsbiðlista þarf að leggja fram fullnægjandi gögn er staðfesta ofangreind skilyrði.