Úthlutun leikskólaplássa

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Reglur varðandi úthlutun leikskólaplássa í leikskóla Mosfellsbæjar.

1.gr.
Leikskólar Mosfellsbæjar eru fyrir börn á leikskólaaldri. Leikskólaplássum er úthlutað til barna frá 2ja ára aldri til 6 ára aldurs eða fram að grunnskólagöngu þeirra. Miðað er við að hægt sé að bjóða börnum sem verða 2ja ára á árinu leikskólavist.

2. gr.
Meginreglan við úthlutun leikskólaplássa tekur mið af dagsetningu umsóknar, þó getur þetta breyst komi önnur sjónarmið inn s.s. ákvæði 4. gr. hér að neðan, eða að einungis er laust pláss í leikskólanum fyrir yngsta árganginn.

3. gr.
Á meðan leikskólapláss eru takmörkuð gilda forgangsreglur um úthlutun leikskólaplássa skv. neðanskráðu.

Forgang í leikskóla hafa eftirtaldir í þessari röð

1. þrír elstu árgangar leikskólaaldursins, í aldursröð þ.e. elsti árgangur hefur fyrsta forgang, næsti árgangur svo og síðan sá þriðji
2. börn sem búa við fötlun og/eða seinkaðan þroska
3. börn einstæðra foreldra
4. börn foreldra sem eru báðir í námi
5. börn starfsfólks leikskóla

4. gr
Hægt er að sækja um forgang af öðrum ástæðum ef sérstakar félagslegar aðstæður, barnaverndarsjónarmið o.þ.h. mæla með því.

5. gr
Við upphaf leikskólagöngu barnsins er gerður samningur við foreldra eða forráðamenn barnsins um vistunina (Samningur um leikskóavist).