Úthlutun til lista og menningarmála

Reglur vegna árlegra fjárframlaga menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ

 

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir árlega eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá menningarmálanefnd vegna listviðburða og menningarmála. Umsóknarfrestur er auglýstur í febrúar, afgreiðsla umsókna er í mars og niðurstaða liggur fyrir um miðjan apríl.  Miðað er við að auglýsing birtist í það minnsta mánuði áður en frestur rennur út.

 

Nefndin setur eftirfarandi reglur vegna úthlutunarinnar:

1.      Listamenn, samtök listamanna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mosfellsbæ, hafa rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar.

2.      Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:    

a)      verkefnastyrkir til einstakra verkefna.

b)      starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ. 

3.      Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum.

4.      Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars ár hvert á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að fá á skrifstofu Mosfellsbæjar.

5.      Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið.

6.      Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja í apríl ár hvert og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.

 

Atriði sem þurfa að koma fram á umsóknareyðublaði:

 

a)      Nákvæm skilgreining á verkefninu.

b)      Kostnaður við verkefnið og upphæð sem sótt er um.

c)      Aðrir styrkir og fjárframlög sem umsækjandi hefur hlotið frá Mosfellsbæ og/eða öðrum aðilum.

d)      Félagasamtök skulu gera grein fyrir starfsemi sinni, t.a.m. með ársskýrslu eða sambærilegri greinargerð og einstaklingar skulu leggja fram starfs- og verkferilsskrá.

e)      Félagasamtök, sem sækja um fjárframlög, skulu gera grein fyrir fjárhagslegri stöðu sinni með því að leggja fram ársreikning.

f)       Við afgreiðslu fjárframlags skuldbindur styrkþegi sig til að skila greinargerð á sérstöku eyðublaði að loknu verki.