Fróðleiksmolinn

hundarrVISSIR ÞÚ AÐ ... 

Loppusleikjandi hundur er líklega með frjóofnæmi


Það er ekki bara mannfólkið sem þjáist af frjókornaofnæmi, því að gæludýrin, einkum hundar, geta líka fengið slíkt ofnæmi. Steinunn Geirsdóttir dýralæknir (Dýralækningastöðin Grafarholti) segir að fólk taki oft eftir því á vorin að það leki úr augunum, dýrin fari að sleikja framfæturna og klóra sér um líkamann. Þá leiti fólk oft til dýralæknis, sem metur hversu slæmt ofnæmið sé.
Steinunn segir að í sumum tilfellum sé nóg að gefa ofnæmistöflur eins og fólk tekur en í alvarlegri tilfellum þurfi hundarnir stera og jafnvel sýklalyf: „Þær töflur sem hægt er að gefa hundum eru t.d. Clarityn og Lóritin, og þá má gefa 10 kg hundi hálfa töflu og þeim sem vega 20 kílógrömm eða meira heila töflu. Einnig má gefa hundunum Tavegyl töflur. Þetta eru þær töflur sem gott er að hafa með sér í útilegur eða ferðalög en fólk þarf þá líka að muna að best er að tala við dýralækninn áður en töflurnar eru gefnar því stundum eru þær ekki nóg. Þá þarf hundurinn að komast undir hendur dýralæknis.“hvolpur að leik í grasi

(mynd) Stundum er best að forðast grasið, sé hundur með mikið frjókornaofnæmi. mbl.is/RAX

Lyfin virka líka á stungusár

Steinunn segir að töflurnar séu ekki bara fyrir þá hunda sem fá frjókornaofnæmi: „Það gerist gjarnan í þessum ferðalögum að hundar fara eltast við býflugur og geitunga úti í sveit. Það endar oft með því að þeir fá stungu og bólgna upp. Þá er mjög gott að hafa ofnæmistöflur með sér, því að þær virka líka gegn slíkum stungum.“ Steinunn segir að dýralæknar fái nokkur símtöl á dag vegna hunda sem hafi gleypt eða verið stungnir af flugum.
Hundar sem eru með frjókornaofnæmi eru oft viðkvæmir þegar þeir eru að labba í háu grasi og geta orðið mjög rauðir og þrútnir á kviðnum og með mikinn kláða. Þá er gott að skola þá með köldu vatni og bera á milt sterakrem sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekinu. Því sé einnig gott að hafa sterakremið ásamt ofnæmistöflunum með sér í ferðalögin.
Steinunn segir að ofnæmi í hundum sé ansi algengt og að það verði hjá sumum þeirra mjög slæmt og illviðráðanlegt þrátt fyrir lyfjagjöf og aðra meðferð. Það þekkjast þess vegna dæmi um að fólk hafi látið svæfa hundana sína vegna þess að ekkert hafi virkað á ofnæmið, þar sem vanlíðan hundsins sé það mikil vegna ofnæmisins.

Hundar geta fengið mikið frjókornaofnæmi.

Ofnæmi í hundum getur, líkt og hjá mannfólkinu, verið árstíðabundið þannig að sumir þeirra eru allt í lagi á veturna en verða svo mjög slæmir á vorin og sumrin þegar mikið af frjókornum og öðrum umhverfisþáttum er í loftinu. Ef ofnæmið er verulega slæmt er hægt að taka blóðprufu

Fróðleikur um hunda

og senda til Bandaríkjanna. Þar sé greint það helsta sem hundurinn er með ofnæmi fyrir, þ.á m. ýmsar grastegundir og trjátegundir. Þannig er hægt að hjálpa eigandanum að halda dýrinu frá þekktum

ofnæmisvökum. Það úrræði kostar hins vegar milli 30-40.000 krónur.

Grasfrjó eru nú að ná hámarki í andrúmsloftinu en fylgjast má með frjókornatölum daglega hér.

gulihundurinn texti

gulur hundur

Hvað er Guli hundurinn?

Guli hundurinn er herferð sem er í mörgum löndum.
Herferðin er fyrir hundana sem þurfa meira svigrúm.
Með gula merkingu á taumnum getum við sýnt öðrum að hundurinn þurfi meira rými, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.  Lesa meira