Guli hundurinn

Guli hundurinn borði

Sumir hundar þurfa meira svigrúm

Ef þú sérð hund með gulan borða, gula slaufu, gulan klút eða eitthvað með gulum lit á taumnum, hálsbandinu eða beislinu, þá skaltu gefa honum meira pláss. 
Vinsamlegast gakktu ekki til hundsins eða eiganda hans. Guli liturinn tá knar að hundurinn getur ekki verið mjög nálægt öðrum dýrum og/eð a fólki. 
En hversu nálægt er of nálægt? Eingöngu hundurinn og eigandi hans vita það.

Það eru margar ástæður fyrir því að hundur gæti þurft meira svigrúm:gulur hundur

  • Hann gæti verið veikur.
  • Hann gæti verið í þjálfun.
  • Hann gæti haft slæma reynslu af öðrum hundum. 
  • Hann gæti verið að vinna úr hræðslu.

Það geta verið margar ólíkar ástæður fyrir því að hundar þurfi aðeins meira rými, svo sýnum tillitssemi og gefum þeim stærra svæði eða tíma til þess að færa sig.

Stutt og laggott - gul merking þýðir: Hundurinn þarf meira rými en aðrir hundar.


Takk!
Eigendur gulu hundanna þakka þér hjálpina og tillitssemina.

Þýtt af: Halldóra Lind Guðlaugsdóttir
https://www.facebook.com/groups/444365578931047

Prenta (PDF)


Hvað er Guli hundurinn ?

Guli hundurinn er herferð sem er í mörgum löndum. Herferðin er fyrir hundana sem þurfa meira svigrúm.
Með gula merkingu á taumnum getum við sýnt öðrum að hundurinn þurfi meira rými, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.

Ef við fáum merki um fjarlægð getum við verndað bæði fólk og hunda fyrir óþarfa slysum. Hundur sem er með verki getur verið varkár um sig, eða hræddur að meiða sig. Eins gæti þetta verið hundur sem átt hefur erfitt líf og er var um sig, hann gæti þurft vandaða og varkára þjálfun yfir lengri tíma.

Eða af hverju ekki tík að lóða, þá geta rakkaeigendur séð án þess að koma of nálægt. Jafnvel börn geta lært að gult þýðir að þú getir ekki komið of nálægt. Hjálpaðu okkur að halda herferðinni á lofti, hún er unnin í sjálfboðavinnu og við treystum á að þú lesandi góður deilir víðar.
Fyrirfram þakkir.

Hafðu samband við okkur

Hefurðu spurningar um herferðina? Hafðu samband við tengilið í Svíþjóð »

Guli hundurinn á Íslandi:

Hefur þú spurningar um herferðina á Íslandi? Viltu hjálpa til? Hafðu samband við tengiliði Gula hundsins á Íslandi.

Halldóra Lind Guðlaugsdóttir
halldora[hjá]hundamal.is

Dagbjört Örvarsdóttir
dagbjort[hjá]hundamal.is

Guli hundurinn á Íslandi á Facebook:
http://www.facebook.com/groups/444365578931047