Hundaeftirlit

Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar:
Hafdís Óskarsdóttir
netfang: hundaeftirlit[hja]mos.is
Áhaldahúsi Mosfellsbæjar,
s: 693-6715  eða 566-8450

Hundahald í Mosfellsbæ sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
Hér er hægt að lesa um samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.

 

Nokkrir góðir punktar um hundahald.

Lausaganga hunda er bönnuð í Mosfellsbæ.
- eru lausir hundar í þínu hverfi ?

Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, skulu skráðir í þjónustuveri Mosfellsbæjar.
- veist þú um óskráða hunda í þínu hverfi ?

Algengur misskilningur er að örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi

Þjónustuver Mosfellsbæjar í Kjarna, sér um nýskráningar hunda.

Hefur 8 ára barn "fullt vald" yfir meðalstórum hundi ?

Það er alveg sama hvað hundurinn þinn er góður
- ókunnugt fólk veit það ekki

Fólk sem er hrætt vð hunda
- er hrætt við alla hunda

Minn hundur gerir engum mein
.. hann fer ekkert
.. hann geltir ekki
.. hann bítur aldrei
.. hann hlýðir öllu
- einhvern tíman er allt fyrst.

Gangandi, hjólandi og skokkandi hundaeigendur athugið:
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Vinsamlega virðið samþykktina.
- hafðu þinn hund í taumi.

Í Mosfellsbæ búa nokkur hundruð hundar af öllum stærðum og gerðum
- þegar snjóa leysir kemur ýmislegt í ljós.

Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína samkvæmt samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ