Fasteignir Mosfellsbæjar

SJO 2007-07-17 161837Viðhald fasteigna Mosfellsbæjar er verkefni sem unnið er stöðugt að allt árið. Farið er jafnóðum í aðkallandi, minniháttar viðhald en stærri verkefni hefur verið reynt að skipuleggja á þann hátt að þau séu unnin þegar starfsemi stofnana er í lágmarki s.s. yfir sumartímann.

Þær fasteignir sem Eignasjóður hefur undir sínum hatti og sinnir viðhaldi á eru eftirtaldar:

 • Leikskólinn Hlaðhamrar
 • Leikskólinn Hlíð
 • Leikskólinn Reykjakot
 • Leikskólinn Hulduberg
 • Leik- og grunnskóli Brekkukot
 • Varmárskóli
 • Lágafellsskóli
 • Leikvöllur Njarðarholti
 • Íþróttamiðstöð að Varmá
 • Íþróttamiðstöðin Lágafell
 • Vallarhús á Tungubökkum
 • Brúarland
 • Skátaheimili
 • Þjónustustöð

Starfsmenn Eignasjóðs sinna jafnframt viðhaldi eftirtalinna fasteigna sem þó eru ekki í eigu Mosfellsbæjar:

 • Félagslegar íbúðir í eigu Mosfellsbæjar
 • Hlégarður
 • Bókasafn
 • Tónlistarskóli

Umsvifamestu verkefni Eignasjóðs eru nýbyggingar og endurbyggingar. Helstu eignfærðu verkefni Eignasjóðs á árinu 2010 voru sem hér segir:

 • Krikaskóli – lok nýbyggingar og lóðarframkvæmdir
 • Endurbætur lóðar við Lágafellsskóla
 • Nýr gervigrasvöllur við Varmárskóla
 • Flutningur og uppsetning 3 færanlegra stofa við Brúarland
 • Frágangur svæðis við útisundlaug að Varmá og uppsetning öryggiskerfa