Gatna- og stígaframkvæmdir

Tunguvegur
Samkvæmt deiliskipulagi samþ 15. sept. 2009 er samþykkt vegtenging milli Þverholts og Köldukvíslar v/Leirvogstungu – Tunguvegur. 

__________________________________________________

Vesturlandsvegur
Nú standa yfir framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Þverholtshringtorgi að Þingvallahringtorgi, stækkun Álafosshringtorgs og gerð hljóðmana við Vesturlandsveg.

__________________________________________________

Undirgöng við Baugshlíð
Í deiliskipulagi fyrir Vestursvæði Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir mislægum götutengslum undir Baugshlíð. Árið 2008 vann teiknistofan Gláma- Kím forvinnu að tillögu fyrir undirgöng og var tillagan síðan kynnt fyrir íbúum svæðisins. Áframhaldandi undirbúningi og framkvæmdum við göngin hefur verið slegið á frest.