Samgönguvika

Samgonguvika_2012_StraetoMosfellsbær hefur undanfarin ár tekið þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, ásamt yfir 2000 borgum og bæjum víðsvegar um Evrópu.

Tilgangur samgönguvikunnar, sem fram fer í september ár hvert,  er að hvetja almenning til að nýta sér vistvænni samgöngumáta og er áhersla lögð á hjólreiðar, almenningssamgöngur og vistvæn farartæki.  Í tilefni vikunnar hefur verið boðið uppá  ýmsa viðburði tengda vistvænum samgöngum bæði í Mosfellsbæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, enda hefur umferð í borgum og bæjum aukist síðastliðin ár með tilheyrandi vandamálum, loftmengun og hávaða.

Meðal þess sem hefur verið í boði er málþing um samgöngur, skipulag og loftlagsmál, kynning á vistvænum farartækjum, hjólaferðir úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins niður í miðbæ Reykjavíkur, vígsla á nýjum hjóla- og göngustígaskiltum, útgáfa hjóla- og göngustígakorta, hjólaþrautabrautir fyrir börn og sýningu landsliðsins í BMX hjólreiðum á miðbæjartorginu, og margt fleira.  
Í tilefni samgönguvikunnar eru Mosfellingar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér heilsusamlegri samgöngumáta, enda er alltof algengt að fólk aki mjög stuttar vegalengdir í stað þess að ganga eða hjóla, s.s. við að aka börnum sínum í leikskóla eða skóla.

Dagskrá samgönguviku má sjá hér...Tökum þátt í að gera bæinn okkar enn betri með vistvænni samgöngum.