Dagskrá samgönguviku 2013

Dagskrá evrópskrar samgönguviku - 16.-22. september 2013

Clean air – it´s your move /  Tært loft – þú átt leik

Mánudagur, 16. september
Hjólum í skólann – Framhaldsskólakeppni / ljósmyndasamkeppni
Heilsuátak ÍSÍ í framhaldsskólum landsins hefst formlega, sjá www.hjolumiskolann.is
Ljósmyndasamkeppni á Facebooksíðu átaksins, þar sem vegleg verðlaun eru í boði.
Dagur íslenskrar náttúru og fræðsluganga í  Heiðmörk kl. 13:30 – Elliðavatnsbærinn
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti afhent við Elliðavatnsbæinn, sjá www.uar.is.
Boðið uppá fræðandi gönguferð í Heiðmörk/við Elliðavatn frá Elliðavatnsbænum í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, Fuglavernd og Landvernd.  Gönguferðin hefst um kl. 15:00.

Þriðjudagur, 17. september
Hjólastígar í Mosfellsbæ.
Íbúar í Mosfellsbæ hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í Mosfellsbæ til útivistar.
Korterskortið sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar sett á heimasíðu Mosfellsbæjar til að hvetja fók til að ganga eða hjóla innanbæjar.

Miðvikudagur,  18. september

Afhending „Umferðarsáttmála“ kl. 14:00 – Fjölskyldu- og húsdýragarður
Forseta Íslands afhendur „Umferðasáttmáli“, reglur um jákvæða umferðarmenningu, sem er samstarfsverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Samgöngustofu.
Hjólaþrautabraut og BMX sýning við Varmárskóla kl. 15:00 - Mosfellsbær
Sett upp hjólaþrautabraut fyrir ungmenni og BXM kappar sýna listir sínar við íþróttamiðstöðina við Varmá.  Dr. Bæk mætir á staðinn og aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar hjóla.

Fimmtudagur, 19. september
Vígsla hjólaskýlis við Háholt kl. 15:00 – Mosfellsbær
Nýtt hjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt tekið formlega í notkun.
Hjólaferð um miðborgina og klúbbakvöld hjólaklúbba kl. 18:00 – Loft Hostel
Hjólaferð um miðborgina ásamt gestafyrirlesurum málþings um hjólreiðar. Sjá nánar www.lhm.is

Föstudagur, 20. september
Málþing „Hjólum til framtíðar“ kl. 9:00-16:00 – Iðnó
Málþing í Iðnó um vistvænar samgöngur í umsjón Landssamtaka hjólreiðamanna og Hjólafærni.  Yfirskriftin í ár er „Réttur barna til hjólreiða“ og munu m.a.virtir erlendir gestafyrirlesarar halda erindi.

Laugardagur, 21. september
Samgönguhjólreiðar kl. 10:00 – Hlemmur
Hjólaferð Landssamtaka hjólreiðamanna frá Hlemmi að Elliðaárósum þar sem göngubrú yfir Elliðár verður opnuð.   Hjólaferðir frá Hlemmi verða í boði á hverjum laugardeg í vetur.  Sjá www.lhm.is
Fræðsluhjólreiðaferð kl. 11:30 – Elliðaárósar
Hjólað um nágrenni Elliðaá og ýmsar náttúruperlur skoðaðar í fylgd sérfræðinga.  Sjá kort.

Sunnudagur, 22. september
Bíllausi dagurinn – um allt land
Almenningur hvattur til að skilja bílinn eftir heima og nýta aðra samgöngumáta þennan dag.

Strætó bs. efnir til leiks í tilefni samgönguvikunnar þar sem vegleg verðlaun eru í boði