Endurskoðun Aðalskipulags

15.2.2013  Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi auglýst skv. 31. grein skipulagslaga

AS-noglEndurskoðun aðalskipulagsins er nú komin á lokastig með því að fullbúin tillaga hefur verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður hafði tillagan farið í gegnum lögboðið forkynningarferli fyrir íbúum og hagsmunaaðilum, ýmsum stofnunum og nágrannasveitarfélögum. Nú tekur við 6 vikna frestur fyrir íbúa og hagsmunaaðila til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum, sjá nánar í eftirfarandi auglýsingu:

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006  um umhverfismat áætlana tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, sem inniheldur einnig umhverfisskýrsluna, og á tveimur uppdráttum; þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrætti, og eru þessi gögn dagsett 15. janúar 2013. Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi 2002-2024.

Í tillögunni hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar sem Skipulagsstofnun setti fram eftir athugun skv. 30. gr. skipulagslaga.

Tillagan verður til sýnis hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, – í útstillingarkassa á 1. hæð og í afgreiðslu á 2. hæð, –  frá og með 15. febrúar 2013 til og með 2. apríl 2013. Hún er einnig birt hér á heimasíðu bæjarins, sjá tengla hér neðar, og loks mun hún liggja frammi á sama tíma hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, og á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Á kynningartímanum verður ennfremur haldinn almennur borgarafundur um tillöguna og verður hann auglýstur síðar.

Tenglar á tillögugögnin:
Greinargerð og umhverfisskýrsla - pdf-skjal, 2,5 MB
Þéttbýlisuppdráttur - pdf-skjal, 3,7 MB  -  jpg-skjal, 2,1 MB
Sveitarfélagsuppdráttur - pdf-skjal, 7,6 MB  -  jpg-skjal, 2,8 MB

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og/eða umhverfisskýrsluna er til og með 2. apríl 2013. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.

11. febrúar 2013
Finnur Birgisson
skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar


FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

3.5.2012

Endurskoðun aðalskipulags: Kynningarfundur í Hlégarði 8. maí

opið hús Í fyrstu og annarri viku maí gengst Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir kynningu á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins. Vinna við endurskoðunina hófst á síðasta kjörtímabili og er stefnt að því að henni ljúki með endanlegri samþykkt skipulagsins síðar á þessu ári.

13.7.2011

Endurskoðun aðalskipulags, verkefnislýsing skv. 30. gr.

13.7.2011: Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum lýsing á skipulagsverkefninu "Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar"

28.5.2010

Drög að endurskoðuðu aðalskipulagi kynnt

Markmiðið með kynningunni er að upplýsa bæjarbúa og umsagnaraðila um stöðu verksins, og gefa þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum sem síðan verði hægt að hafa til hliðsjónar við fullvinnslu tilögunnar í upphafi nýs kjörtímabils.
1.3.2010

Samráðsfundur með íbúum um endurskoðun aðalskipulags

HestarSkipulags- og byggingarnefnd boðar til samráðsfundar með íbúum Mosfellsbæjar í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20. Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ.
30.11.2009

Nóv. 09: Skýrsla um umferðarmál

Í nóvember s.l. var lögð fram skýrsla Almennu Verkfræðistofunnar um „Umferðarmál í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.“ Í skýrslunni er einkum fjallað um Vesturlandsveg og áhrif hans á byggðina. Skoðaðir eru ýmsir valkostir um útfærslur gatnamóta, m.a. með hugsanlegri „stokkalausn“ næst miðbænum. Í skýrslunni er einnig fjallað um ....
17.10.2009

Skipulagsþing 17. okt. 2009

Bærinn og framtíðin, dreifimiðiSkipulagsþingið var haldið samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar í þeim tilgangi að leita eftir hugmyndum og skoðunum íbúa og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulagsins.

14.10.2009

Áfangaskýrsla 2: Stefna aðalskipulagsins

Í október 2008 var sendur út spurningalisti til helstu lykilstjórnenda Mosfellsbæjar til þess að fá fram upplýsingar um stöðu og árangur í þeim málaflokkun sem fjallað var um í stefnumörkun gildandi aðalskipulags
14.10.2009

Áfangaskýrsla 1: Forsendur og stefna aðalskipulagsins

Í upphafi vinnu að endurskoðun aðalskipulagsins var lögð fram greinargerð um forsendur endurskoðunarinnar, Áfangaskýrsla 1. Þar er fjallað um ýmsar tölulegar forsendur og hvernig þær hafa þróast frá samþykkt aðalskipulagsins 2003.