Byggingarlóðir

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur það verkefni, í umboði bæjarstjórnar, að vera úthlutunaraðili byggingarlóða samkvæmt eftirfarandi verklagsreglum. Byggingarlóðir geta verið ein eða fleiri saman á skilgreindu deiliskipulögðu svæði. Reglur þessar eiga einungis við byggingarlóðir (leigulóðir) á eignarlandi Mosfellsbæjar.
Hér má lesa um úthlutunarreglur vegna byggingarlóða í Mosfellsbæ.

_____________________________________________________________

ATVINNU- OG IÐNAÐARSVÆÐI

Atvinnu- og iðnaðarsvæðiMosfellsbær býður upp á lóðir fyrir atvinnuhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Um er að ræða atvinnulóðir fyrir léttan iðnað í Desjamýri, sem er norðan undir Úlfarsfelli og Sunnukrika.
Í Mosfellsbæ er geysileg uppbygging sem kallar á meiri og fjölbreyttari þjónustu í Mosfellsbæ.

_____________________________________________________________

 ÍBÚÐARLÓÐIR

ÍbúðarlóðirMosfellsbær býður til sölu lóðir undir íbúðahúsnæði á sanngjörnum kjörum  í Leirvogstungu og víðar í sveitarfélaginu. Hér má finna upplýsingar um þær.  

 _____________________________________________________________

Kynningarblað um möguleika í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær er án efa eitt fallegasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu
Mosfellsbær er án efa eitt fallegasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, með fjöll og dali, fell og heiðar, sjávarströnd og fjórar ár sem liðast um bæjarlandið. Samt er svo stutt síðan Mosfellsbær var einskonar miðjulaus sveit að það er auðvelt að líta framhjá þeim kostum sem búsetu þar fylgir.

Hér er öflug fjölskylduþjónusta og tengsl við einstaka náttúru ásamt blómsrandi ríkulegu tómstundalífi.

Mikil uppbygging og gróska er í atvinnu- og mannlífi.