Atvinnu- og iðnaðarsvæði

Mosfellsbær stefnir á öfluga uppbyggingu atvinnusvæðis í bæjarfélaginu en Mosfellsbær er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum mun fjölga hlutfallslega mest á næstu árum. Hér er geysileg uppbygging sem kallar á meiri og fjölbreyttari þjónustu.

Hér eru þær lóðir sem eru lausar undir iðnaðarhúsnæði:

DesjamyriDESJAMÝRI - athafnasvæði
Desjamýri liggur við Úlfarsfell og afmarkast til norðurs af landi Lágafells. Svæðið býður upp á góðar samgöngur og fallegt umhverfi. Svæðið er hugsað sem athafnasvæði undir léttan iðnað sem hentar vel í nágrenni við íbúðabyggð.

SunnukrikiSUNNUKRIKI - svæði fyrir verslun og þjónustu
Sunnukriki er í hjarta Mosfellsbæjar. Gatan er í góðum tengslum við vegakerfi og liggur meðfram Vesturlandsvegi. Hún er nálægt þjónustu- og verslunarkjarna Mosfellsbæjar og er órjúfanlegur hluti af íbúðarbyggð í Krika- og Teigahverfi. Þar er ennfremur stutt í náttúruperlur og gróin útivistarsvæði. Staðsetningin er tilvalin fyrir þjónustu- og verslunarrekstur.