Helgafellsland

Helgafellshverfi-3D-01Helgafellshverfi er rúmlega 1.000 íbúða hverfi suðvestan undir Helgafelli, á skjólgóðum útsýnisstað. Upphaf á uppbyggingu hverfisins má rekja til sameiginlegrar viljayfirlýsingar  landeigenda og bæjaryfirvalda í nóvember 2005, en þá hafði þegar farið fram arkitektasamkeppni um rammaskipulag hverfisins, og byggðist viljayfirlýsingin m.a. á niðurstöðu samkeppninnar, þ.e. verðlaunatillögu Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Deiliskipulag hverfisins var unnið í áföngum, og var á árunum 2006 - '07 lokið við deiliskipulag fjögurra áfanga, auk deiliskipulags Helgafellsvegar. Í fyrsta áfanga er um að ræða miðjuna í hverfinu, sem nefnd hefur verið "Augað" vegna lögunar helstu umferðargatna sem ráða meginformi hverfishlutans. Í Auganu er þéttasta byggðin og eru þar eingöngu fjölbýlishús, auk grunn- og leikskóla. Arkitektastofa Gylfa Guðjónssonar gerði deiliskipulag fyrsta áfangans, en höfundur 2. - 4. áfanga er Ívar Örn Guðmundsson arkitekt. Í þeim áföngum er fyrst og fremst um að ræða sérbýlishús af ýmsum gerðum.

Þegar hrunið reið yfir landið í október 2008 var gatnagerð að mestu lokið í 1. - 3. skipulagsáfanga Helgafellshverfis og voru þar þá byggingarhæfar lóðir undir um 640 íbúðir. Bygging var þó einungis hafin á hverfandi hluta þeirra íbúða og má heita að uppbygging hverfisins hafi verið í kyrrstöðu allar götur síðan þá.

Mosfellsbær og Landsbankinn hafa nú gert með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu í Helgafellslandi en Landsbankinn hefur nýverið eignast lóðir og lendur í hverfinu vegna uppgjörs við Helgafellsbyggingar hf. Þar með lýkur nokkurra ára stöðnun og óvissu um uppbyggingu í hverfinu.

Samkvæmt samkomulaginu mun Mosfellsbær meðal annars annast gatnaframkvæmdir, gerð göngustíga og frágang á svæðinu.  Mosfellsbær mun einnig koma upp grunnþjónustu en þess má geta að fræðslunefnd hefur nýverið samþykkt að undirbúningur skuli hafin á skólabyggingu á svæðinu en þar er bæði gert ráð fyrir leik- og grunnskóla. Landsbankinn lætur Mosfellsbæ í té land undir íbúðabyggð í Helgafelli og stendur straum af gatnagerðargjöldum. 

Gera má ráð fyrir að í hverfinu verði eitthvað um minni íbúðir sem henta vel fyrir ungar fjölskyldur. Bærinn mun á næstunni ráðast í framkvæmdir í hverfinu sem verða til góðs fyrir þá sem þar nú búa sem og þá sem þangað munu flytja í framtíðinni.


SAMÞYKKT DEILISKIPULAG 1. - 4. ÁFANGA OG HELGAFELLSVEGAR (PDF-skjöl)

1. áfangi (Augað), samþykkt 13. desember 2006:
     Deiliskipulagsuppdráttur (1,54 MB) - Skýringaruppdráttur (1,95 MB) - Greinargerð og skilmálar (2,39 MB)

2. áfangi, samþykkt 13. desember 2006:
     Deiliskipulagsuppdráttur
(1,76 MB) - Skýringaruppdráttur (2,01 MB) - Greinargerð og skilmálar (1,80 MB)
     Breyting samþ. 7. nóvember 2007: Lóð fyrir spennistöð  (1,29 MB)
     Breyting samþ. 17. júlí 2007: Bergrúnargata 7-9  (1,57 MB)

3. áfangi, samþykkt 11. apríl 2007:
     Deiliskipulagsuppdráttur (5,29 MB) - Skýringaruppdráttur (4,45 MB) - Greinargerð og skilmálar (1,66 MB)
     Breyting samþ. 4. júní 2008: Sameining lóða við Snæfríðargötu  (2,97 MB)

4. áfangi, samþykkt 26. september 2007:
     Deiliskipulagsuppdráttur (3,83 MB) - Skýringaruppdráttur (4,24 MB) - Greinargerð og skilmálar (4,25 MB)

Deiliskipulag Helgafellsvegar, samþykkt 29. ágúst 2007:
     Deiliskipulagsuppdráttur  (4,02 MB) - Skýringarmyndir  (2,76 MB)  - Umhverfisskýrsla  (1,66 MB)


TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
(Lóðarblöð á AutoCad- og dxf-formi eru samfelld teikning af viðkomandi skipulagsáföngum, með öllum upplýsingum sem eru á einstökum mæli- og hæðarblöðum öðrum en hnitaskrám. Mæli- og hæðarblöð eru í blaðstærð A3 og sýna í mælikvarða 1:500 svæði sem getur náð yfir eina stóra lóð eða fleiri smærri allt eftir því hvað passar á blaðið.
Á mæliblöðum eru lóðir málsettar og á þeim er skrá yfir hnit allra punkta á lóðarmörkum í Ísnet93 hnitakerfinu. Á hæðarblöðum eru sýndir byggingarreitir, hæðarkótar á lóðarmörkum og leiðbeinandi gólfkótar húsa, staðsetning og hæð vatns- og frárennslisheimæða, bílastæði, götur og stígar og kvaðir ef einhverjar eru.)

Lóðarblöð fyrir skipulagsáfanga 1 - 3:

Á AutoCad-formi (0,8MB)
Á dxf-formi (3 MB)

Mæli- og lóðarblöð fyrir 1. - 3. skipulagsáfanga (pdf-skjöl):

1. áfangi (Augað) - Mæliblöð .-. Hæðar- og lóðarblöð
2. áfangi - Mæliblöð .-. Hæðar- og lóðarblöð
3. áfangi - Mæliblöð .-. Hæðar- og lóðarblöð

Upplýsingablað um Losun regnvatns í hverfinu Pdf - 895kb).