Bætt þjónusta

Sameiginlegar heimlagnir.
Nú geta húsbyggendur í Krikahverfi sótt um allar heimlagnir í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Um er að ræða kaldavatns-, hitaveitu- og rafmagnsinntak. Með umsóknunum skulu fylgja gögn sem hér segir :

Vegna inntaks fyrir heitt vatn:
- Afstöðumynd af húsi samþykkt af byggingarfulltrúa.
- Grunnmynd af inntaksrými

Vegna inntaks fyrir kalt vatn:
- Afstöðumynd af húsi samþykkt af byggingarfulltrúa.
- Grunnmynd af inntaksrými

Vegna rafmagnsinntaks:
- Afstöðumynd samþykkt af byggingarfulltrúa.
- Grunnmynd, sniðmynd og einlínumynd af töflu.
- Nafn á löggiltum rafverktaka.