Leirvogstunga

leirvogstungaÍ Leirvogstungu rísa 400 sérbýlisíbúðir og landinu er leyft að njóta sín vel enda eru þar færri  

íbúðir á hvern hektara en almennt þekkist. 

Leirvogstunga – sérbýli í sveit

Þægindi þéttbýlisins og kyrrð og fegurð sveitarinnar sameinast í Leirvogstungu. Þetta glæsilega sérbýlishúsahverfi verður byggt 400 lágreistum einbýlis- rað- og keðjuhúsum. Alúð er lögð við að fella byggðina að landslaginu enda eru lífsgæði og nálægð við náttúru lykilorð við allt skipulag og framkvæmd.

Í hjarta hverfisins er starfandi leikskóli. Grunnskólabörn fá skólaakstur í næsta grunnskóla sem er Varmárskóli. Um þessar mundir er unnið að frágangi í hverfinu og stendur til að setja upp bæði fótbolta- og körfuboltavöll á opnu svæði. Víkingaróló er einnig að finna á opnu svæði í hverfinu.  

Tenging hverfisins við Vesturlandsveg er með mislægum gatnamótum. Í undirbúningi er lagning Tunguvegar sem mun liggja neðan við hverfið og yfir á skóla og íþróttasvæði við Varmá.

Leirvogstungulandið hefur komið við sögu allt frá landnámi.

Mikið líf var á svæðinu á landnáms- og þjóðveldisöld. Land var numið í Leirvoginum í kringum 900 og verslun var þar ætíð mikil vegna þess að þarna var ein helsta höfn á suðvesturhorni frá landnámi og fram eftir miðöldum.

Við Leirvogsá voru einnig haldnar hólmgöngur. Þá voru hestaöt við Hestaþingshól og skip lögðu að við Skiphól.

Eftirfarandi lóðir eru til sölu í Leirvogstungu:

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra í síma 862-0012, hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, Berg fasteignasölu og hjá Lókal Eignum.

 

ÝMIS GÖGN

Deiliskipulagsuppdráttur (Heildaruppdráttur frá 2007 sem á vantar nokkrar síðari breytingar)

Skýringaruppdráttur (Upphaflegur uppdráttur frá 2006)

Greinagerð og skilmálar (upphaflegir frá 2006 - (.pdf - 2. mb))

Tunguvegur - aðal- og deiliskipulag ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslum

Lóðarblöð (AutoCad - 478kb)

Lóðarblöð (Pdf - 6.5MB)

Lóðarblað Vogatunga (pdf - 120kb)