Lausar lóðir í Krikahverfi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur breytt úthlutunarskilmálum varðandi verðlagningu lausra lóða í Krikahverfi í Mosfellsbæ.
Lausar eru eftirtaldar lóðir og verð þeirra sem hér segir :
Litlikriki 37 verð lóðar með púða kr. 10,4 milljónir
Stórikriki 23 verð lóðar kr. 7,9 milljónir
Stórikriki 59 verð lóðar með púða kr. 10,4 milljónir
Á vefslóðinni http://www.mos.is/Skipulagogumhverfi/Skipulagsogbyggingarmal/Byggingarlodir/Krikahverfi/
má nálgast umsóknareyðublöð og verða umsóknir afgreiddar í þeirri röð sem þær berast í samræmi við 4. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar, en reglurnar er einnig að finna á ofangreindri vefslóð.
Umsóknir má senda á mos@mos.is eða skila þeim til þjónustuvers Mosfellsbæjar á 2. hæð í Kjarna.
Stjórnsýslusvið Mosfellsbæjar
1. mars 2012