Um lokaúttekt

Um lokaúttekt:

1
. Byggingarstjóri og eftir atvikum eigandi húsnæðis panta lokaúttekt hér hjá byggingarfulltrúaembættinu þegar lokið hefur verið við bygginguna í samræmi við samþykkta uppdrætti.

2
.Við pöntun á lokaúttekt fyrir sérbýlishús skal leggja fram skriflega staðfestingu löggildingarstofu um að rafvirkjameistari hafi tilkynnt til hennar að raforkuvirki byggingarinnar sé tilbúið til úttektar eða eftir atvikum leggi fram úttektarskýrslu.

3
. Ennfremur skal leggja fram skriflega yfirlýsingu frá pípulagningarmeistara um að hitakerfi hafi verið stillt samkvæmt hönnunarforskrift og að stýritæki séu virk.

4
. Áður en lokaúttekt fer fram þurfa allir uppdrættir fyrir húsið að vera samþykktir af byggingarfulltrúa, aðaluppdrættir, frárennslis- hita- neysluvatns- loftræsti- og raflagnauppdrættir.


53. grein Byggingarreglugerðar 411/1998
Lokaúttekt.


53.1        Þegar smíði húss er að fullu lokið skal byggingarstjóri eða byggjandi óska eftir lokaúttekt byggingarfulltrúa. Einnig geta þeir, sem hönnuðir og byggingarstjóri keyptu ábyrgðartryggingu hjá, krafist lokaúttektar. Viðstaddir lokaúttekt skulu auk byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, vera byggingarstjóri og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða eru til þess boðaðir að kröfu byggingarfulltrúa. Í lokaúttekt skal m.a. taka út þætti er varða aðgengi.

53.2        Byggingarstjóri skal tilkynna hönnuðum og iðnmeisturum hvenær lokaúttekt fer fram.

53.3 
       Við lokaúttekt skal byggingarstjóri leggja fram eftirtalin gögn:
a)   Staðfestingu löggildingarstofu um að rafvirkjameistari hafi tilkynnt til hennar að raforkuvirki byggingarinnar sé tilbúið til úttektar, eða eftir atvikum leggi fram úttektarskýrslu.

b)   Yfirlýsingu hönnuðar og rafvirkjameistara um að brunaviðvörunarkerfi sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar kerfisins hafi verið gerður.

c)   Yfirlýsingu frá hönnuði og pípulagningameistara um að vatnsúðakerfi eða sambærilegt kerfi sé fullbúið og þjónustusamningur vegna rekstrar kerfisins hafi verið gerður.

d)   Yfirlýsingu frá Vinnueftirliti ríkisins um að lyfta og búnaður hennar hafi verið prófaður með fullnægjandi hætti og þjónustusamningur vegna reksturs hennar liggi fyrir.

e)   Yfirlýsingu frá pípulagningameistara um að hitakerfi hafi verið stillt samkvæmt hönnunarforskrift og stýritæki séu virk.

f)    Yfirlýsingu hönnuðar og blikksmíða-, pípulagninga- og rafvirkjameistara um að loftræsikerfi hafi verið stillt, samvirkni tækja prófuð og afköst séu samkvæmt hönnunarforskrift.

 
54. gr.
Útgáfa lokaúttektarvottorðs.

54.1        Komi fram við lokaúttekt atriði sem þarfnast úrbóta skal byggingarfulltrúi setja byggingarstjóra og byggjanda tímafrest til að ljúka endurbótum. Að loknum tímafresti skoði sömu aðilar verkið að nýju og sé úrbótum lokið skal byggingarfulltrúi gefa út lokaúttektarvottorð. Slík vottorð má ekki gefa út nema að gengið sé úr skugga um að fullnægt hafi verið öllum tilskildum ákvæðum um gerð og búnað sem krafist er fyrir íbúðarhúsnæði og starfsemi, sé um atvinnuhúsnæði eða annað húsnæði að ræða.

Athugið!
Sækja þarf skriflega um beiðni til lokaúttektar og skila til tæknisviðs Mosfellsbæjar ásamt þeim gögnum sem getið er í 53.grein byggingarreglugerðar, áður en úttekt fer fram.

Eyðublað um lokaúttekt fæst í afgreiðslu Þjónustuvers Mosfellsbæjar eða hér í lista fyrir ofan.